Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. febrúar 2020 19:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Katar: Lasogga bjargaði stigi - Biðin lengist hjá Heimi og Aroni
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Sadd 1 - 1 Al Arabi

Al Arabi, liðið sem Heimir Hallrímsson þjálfar og Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði hjá, heimsótti í dag Al Sadd í 16. umferð Ofurdeildarinnar í Katar.

Al Arabi hefur gengið vel í bikarkeppninni en öllu verr í deildinni. Liðið var fyrir leikinn í dag án sigurs frá því liðið sigraði Al Ahli Doha þann 2. janúar.

Síðan eru liðnir fimm leikir með leiknum í dag sem ekki hafa unnist. Heimamenn komust yfir eftir tæplega þrjátíu mínútna leik en Pierre-Michel Lasogga jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok.

Al Arabi er í 5. sæti deildarinnar með 21 stig eftir sextán umferðir. Al-Sadd er í þriðja sæti deildarinnar. Aron Einar lék allan leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner