Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unnu alla 27 leiki sína og fá ekki neitt fyrir það
Úr leik í neðri deildunum á Englandi.
Úr leik í neðri deildunum á Englandi.
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilkynnt var í gær að neðri deildum á Englandi, karla- og kvenna, hefði verið aflýst.

Um er að ræða sjöundu efstu deild karla og niður úr, og í kvennaboltanum er það þriðja efsta deild og niður úr. Það verður því ekkert um það að lið komist upp og falli úr þessum deildum á þessu tímabili.

Nokkur lið voru nú þegar búin að tryggja sig upp um deild og má þar nefna Jersey Bulls sem hafði unnið alla 27 leiki sína á tímabilinu. Jersey Bulls er í áttundu efstu deild Englands og hafði tryggt sér farseðil upp um deild, en nú verður ekkert úr því.

South Shields FC sem er með 13 stiga forskot í sínum riðli í sjöundu efstu deild Englands ætlar að leita réttar síns. Truro City, sem var á toppnum í öðrum riðli sjöundu efstu deildar, hefur ekki efni á því.

„Liverpool myndi fara með enska knattspyrnusambandið fyrir dómstóla, en við höfum ekki efni á því," sagði Paul Wotton, þjálfari Truro, en hann telur knattspyrnusambandið vera að mismuna minni félögum með þessari ákvörðun.

Nánar má lesa um málið á vef BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner