Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   lau 27. maí 2023 16:39
Aksentije Milisic
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik skoraði sjö og Stjarnan níu
Taylor Marie Ziemer
Taylor Marie Ziemer
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Þrír leikir eru búnir í sextán liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna.


Breiðablik og Fram mættust á Kópavogsvellinum og fengu Frammara skell þar. Breiðablik vann leikinn með sjö mörkum gegn engu þar sem staðan var 5-0 í hálfleik. Taylor Marie Ziemer gerði tvennu, Clara Sigurðardóttir gerði tvö og þá skoruðu þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Ásta Eir Árnadóttir og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir allar eitt mark.

Þá skoraði Stjarnan níu mörk gegn Gróttu og vann 1-9 á Vivaldivellinum. Grótta komst yfir með marki frá Ariela Lewis á sjöundu mínútu en í kjölfarið fylgdu níu mörk frá Stjörnunni, hvorki meira né minna.

Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir fernu, Gyða Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvennu og þá komust þær Andrea Mist Pálsdóttir, Betsy Doon Hassett og Aníta Ýr Þorvalsdóttir allar á blað.

Þá vann Víkingur R útisigur á KR en leiknum lauk með 1-4 sigri Víkings. Freyja Stefánsdóttir gerði tvö mörk og Linda Líf Boama eitt fyrir Víking og síðasta markið var sjálfsmark. KR komst yfir í leiknum þar sem Hugrún Helgadóttir gerði markið og var staðan 1-0 í hálfleik en Víkingur sneri dæminu við í þeim síðari.

Núna eru að mætast Keflavík og Þór/KA á HS Orku vellinum.

Grótta 1 - 9 Stjarnan
1-0 Ariela Lewis ('7 )
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('16 )
1-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('18 )
1-3 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('25 )
1-4 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('31 )
1-5 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('46 )
1-6 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('55 )
1-7 Betsy Doon Hassett ('69 )
1-8 Andrea Mist Pálsdóttir ('83 )
1-9 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('86 )

Breiðablik 7 - 0 Fram
1-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('1 )
2-0 Clara Sigurðardóttir ('20 )
3-0 Ásta Eir Árnadóttir ('24 )
4-0 Taylor Marie Ziemer ('45 )
5-0 Clara Sigurðardóttir ('48 )
6-0 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('68 )
7-0 Erika Rún Heiðarsdóttir ('84 , Sjálfsmark)

KR 1 - 4  Víkingur R.
1-0 Hugrún Helgadóttir ('14 )
1-1 Linda Líf Boama ('54 )
1-2 Freyja Stefánsdóttir ('61 )
1-3 Freyja Stefánsdóttir ('64 )
1-4 Bergljót Júlíana Kristinsdóttir ('85 , Sjálfsmark)





Athugasemdir
banner
banner