Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 27. júní 2022 22:15
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Tvö skítamóment sem þeir skora úr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já ég er rosalega svekktur. Auðvitað bara hundfúlt að vera úr leik í Bikarnum og gríðarlega svekkjandi að fá á sig sigurmark hér í uppbótartíma þegar við erum búnir að vera einum manni færri síðustu fimmtán mínúturnar í leiknum. Það tekur sinn toll af liðinu, nógu erfitt að spila á móti Blikunum 11 á móti 11. 

Við missum mann útaf í fyrri hálfleik og annan í seinni hálfleik og og þá erum við búnir með stoppin okkar þannig að við náðum ekki að taka Kaj Leo útaf sem að meiddist á 80. mínútu eða eitthvað hvað það var og svo fimm mínútur í uppbótartíma. En þetta er gríðarlega svekkjandi.

Sagði svekkur Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 2 - 3 tap gegn Blikum í 16. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  3 Breiðablik

Já við komum algjörlega allt öðruvísi út í seinni hálfleik en þann fyrri. Okkur fannst við geta gert betur í því að velja mómentin betur í að koma hærra upp á völlin og setja pressuna á þá. Þegar við reyndum það í fyrri hálfleik að þá var svona hik á okkur. 

Í raun eru þetta ekkert mörg atriði í fyrri hálfleiknum. Þetta eru svona tvö skítamóment sem þeir skora úr í fyrri hálfleiknum og það eru auðvitað bara gæði í þessu liði. 

Við horfum bara bjartir fram á veginn. Höldum áfram að gera þessi atriði betri og betur og sjálfstraustið er að vaxa eftir því og höldum ótrauðir áfram.

Það berast sögur af því að það sé framherji á leið til ykkar, er eitthvað til í því og hvað gætiru þá sagt mér um hann.

Já það er Danskur framherji sem kom í dag og það er allt klárt skilst mér eða allavega einhver formsatriði eftir í því og á að vera klárt þegar glugginn opnar. Hann er 28 ára gamall sem spilaði í næst efstu deild í Danmörku og kom til okkar um daginn og heimsótti og æfði með okkur í fjóra daga þar sem við gátum skoðað hann og hann okkur. 

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner