Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 27. júní 2022 22:15
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Tvö skítamóment sem þeir skora úr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já ég er rosalega svekktur. Auðvitað bara hundfúlt að vera úr leik í Bikarnum og gríðarlega svekkjandi að fá á sig sigurmark hér í uppbótartíma þegar við erum búnir að vera einum manni færri síðustu fimmtán mínúturnar í leiknum. Það tekur sinn toll af liðinu, nógu erfitt að spila á móti Blikunum 11 á móti 11. 

Við missum mann útaf í fyrri hálfleik og annan í seinni hálfleik og og þá erum við búnir með stoppin okkar þannig að við náðum ekki að taka Kaj Leo útaf sem að meiddist á 80. mínútu eða eitthvað hvað það var og svo fimm mínútur í uppbótartíma. En þetta er gríðarlega svekkjandi.

Sagði svekkur Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 2 - 3 tap gegn Blikum í 16. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.


Lestu um leikinn: ÍA 2 -  3 Breiðablik

Já við komum algjörlega allt öðruvísi út í seinni hálfleik en þann fyrri. Okkur fannst við geta gert betur í því að velja mómentin betur í að koma hærra upp á völlin og setja pressuna á þá. Þegar við reyndum það í fyrri hálfleik að þá var svona hik á okkur. 

Í raun eru þetta ekkert mörg atriði í fyrri hálfleiknum. Þetta eru svona tvö skítamóment sem þeir skora úr í fyrri hálfleiknum og það eru auðvitað bara gæði í þessu liði. 

Við horfum bara bjartir fram á veginn. Höldum áfram að gera þessi atriði betri og betur og sjálfstraustið er að vaxa eftir því og höldum ótrauðir áfram.

Það berast sögur af því að það sé framherji á leið til ykkar, er eitthvað til í því og hvað gætiru þá sagt mér um hann.

Já það er Danskur framherji sem kom í dag og það er allt klárt skilst mér eða allavega einhver formsatriði eftir í því og á að vera klárt þegar glugginn opnar. Hann er 28 ára gamall sem spilaði í næst efstu deild í Danmörku og kom til okkar um daginn og heimsótti og æfði með okkur í fjóra daga þar sem við gátum skoðað hann og hann okkur. 

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner