Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fim 27. júní 2024 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jason Daði til Grimsby Town?
Jason Daði fagnar marki í sumar.
Jason Daði fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jason Daði Svanþórsson, kantmaður Breiðabliks, er mögulega á leið í atvinnumennsku til Englands. Enska félagið sem um ræðir er samkvæmt heimildum Fótbolta.net Grimsby Town.

RÚV sagði fyrst frá því að Jason Daði væri á leið erlendis en samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru viðræður í gangi á milli Breiðbliks og Grimsby um félagaskipti Jasons. Ekkert er enn ákveðið en viðræður eru í gangi.

Jason verður samningslaus eftir tímabilið og hafa KR, Valur og Víkingur öll sett sig í samband við hann.

En leiðin virðist liggja út núna og er áhugi erlendis. Jason vildi sjálfur ekki tjá sig um málið þegar Fótbolti.net leitaðist eftir því í dag. „Það er ekkert orðið staðfest þannig ég hef ekkert að segja að svo stöddu," sagði Jason.

Grimsby Town er í D-deild á Englandi en liðið hafnaði í 21. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Grimsby er með nokkuð sterka tengingu við Ísland í gegnum fiskiðnaðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner