Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   sun 27. ágúst 2023 16:06
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Breiðablik tapaði í Laugardalnum
Elín Metta skoraði fyrir Þrótt í dag.
Elín Metta skoraði fyrir Þrótt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Síðasta umferð venjulegs deildartímabils í Bestu deild kvenna fór fram í dag þar sem toppbaráttulið Breiðabliks tapaði á útivelli gegn Þrótti R.


Breiðablik kom boltanum í netið snemma leiks en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Það sakaði ekki því Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir með marki á 24. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Þróttur skipti um gír eftir að hafa lent undir og spilaði glimrandi flottan fótbolta. Heimakonur verðskulduðu jöfnunarmarkið þegar Sæunn Björnsdóttir var rétt kona á réttum stað og skoraði misheppnaða tilraun Telmu Ívarsdóttur til að bægja fyrirgjöf í burtu. Sæunn var svo aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar og leiddi Þróttur 2-1 í hálfleik.

Birta Georgs var aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hún gerði jöfnunarmark fyrir Blika en sú gleði var skammlíf því Elín Metta Jensen kom Þrótturum yfir á nýjan leik skömmu síðar.

Breiðablik reyndi að sækja jöfnunarmark en tókst ekki. Þess í stað innsiglaði Katla Tryggvadóttir frábæran sigur Þróttar undir lokin og lokatölur 4-2. 

Þetta er slæmt fyrir titilvonir Blika sem eru núna átta stigum á eftir toppliði Vals. Þróttur er áfram í fjórða sæti, en er aðeins sex stigum á eftir Blikum.

Lestu um leikinn

Þróttur R. 4 - 2 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('24)
1-1 Sæunn Björnsdóttir ('39)
2-1 Sæunn Björnsdóttir ('43)
2-2 Birta Georgsdóttir ('59)
3-2 Elín Metta Jensen ('63)
4-2 Katla Tryggvadóttir ('87)

Valur tók þá á móti fallbaráttuliði Keflavíkur og vann þægilegan sigur í síðari hálfleik eftir erfiðan fyrri hálfleik. Valsarar voru sterkari aðilinn en fóru inn í leikhlé í stöðunni 1-1.

Valskonur mættu grimmar til leiks í síðari hálfleik og tóku forystuna aftur snemma. Keflavík opnaði sig í leit að jöfnunarmarki undir lokin og þá refsaði Valur með tveimur mörkum. Fagmannlega klárað hjá Íslandsmeisturunum ríkjandi sem eru með átta stiga forystu á toppinum fyrir úrslitakeppnina.

Stjarnan vann svo þægilegan 3-0 sigur gegn botnliði Selfoss þar sem Andrea Mist Pálsdóttir setti tvennu. Stjarnan er á góðu skriði og vermir þriðja sæti deildarinnar, fimm stigum eftir Breiðabliki í öðru sæti.

Lestu um leikinn Valur 4 - 1 Keflavík

Lestu um leikinn Stjarnan 3 - 0 Selfoss

Valur 4 - 1 Keflavík
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('23)
1-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('29 , víti)
2-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('50)
3-1 Þórdís Elva Ágústsdóttir ('85)
4-1 Fanndís Friðriksdóttir ('89)

FH sótti þá dýrmæt stig til Vestmannaeyja þar sem staðan var markalaus í leikhlé þrátt fyrir mikla yfirburði Hafnfirðinga. Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik og uppskáru gestirnir með mörkum frá Hildigunni Ýr Benediktsdóttur og Shaina Faiena Ashouri til að tryggja sér 0-2 sigur. 

FH er með 28 stig, sex stigum frá Breiðablik í öðru sætinu, á meðan ÍBV situr eftir í fallbaráttunni með 18 stig. 

Tindastóll og Þór/KA gerðu að lokum markalaust jafntefli þrátt fyrir tækifæri til að skora. Tindastóll er í fallbaráttu á meðan Þór/KA tekur þátt í úrslitakeppni efri hlutans.

Lestu um leikinn ÍBV 0 - 2 FH

Lestu um leikinn Tindastóll 0 - 0 Þór/KA

ÍBV 0 - 2 FH
0-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('65)
0-2 Shaina Faiena Ashouri ('74)

Tindastóll 0 - 0 Þór/KA


Athugasemdir
banner
banner