Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 27. september 2017 14:35
Elvar Geir Magnússon
Þóroddur Hjaltalín heldur áfram að dæma
Þóroddur dæmdi leik Man City og West Ham í sumar.
Þóroddur dæmdi leik Man City og West Ham í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Akureyringurinn Þóroddur Hjaltalín ætlar að halda áfram að dæma eftir tímabilið. Hann hugðist leggja flautuna á hilluna eftir tímabilið en hefur hætt við að hætta.

„Maður hefur ákveðið að taka eitt ár í viðbót," segir Þóroddur sem hefur dæmt í efstu deild í tíu ár.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir íslenskan fótbolta en fyrr í vikunni tilkynnti Gunnar Jarl Jónsson að hann myndi ekki dæma í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

„Þetta voru stórar fréttir úr okkar hópi og meðal annars ástæðan fyrir því að maður heldur áfram. Ég býst við því að Gunnar taki sér bara eitt ár í frí."

Þóroddur hefur dæmt mjög vel í sumar og það spilar einnig inn í ákvörðunina að halda áfram.

„Þetta hefur gengið vel og bara verið ógeðslega gaman í sumar. Auðvitað hjálpar það manni að taka þessa ákvörðun að ég er að eiga mitt besta tímabil í langan tíma," segir Þóroddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner