Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fös 27. desember 2024 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Tómas Bent Magnússon.
Tómas Bent Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gekk í raðir Vals.
Gekk í raðir Vals.
Mynd: Valur
Var lykilmaður hjá ÍBV.
Var lykilmaður hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara flott. Þetta er öðruvísi en að vera í Eyjum og í fyrsta skipti þar sem ég er í öðru félagi," segir Tómas Bent Magnússon, nýr leikmaður Vals, í viðtali við Fótbolta.net.

Tómas Bent er 22 ára gamall og skrifaði undir þriggja ára samning við Val á dögunum.

Hann hefur gegnt lykilhlutverki í liði Eyjamanna síðustu ár og var frábær er liðið vann Lengjudeildina í haust, en hann var valinn í lið ársins hér á Fótbolta.net

Hann segir það auðvitað erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið sitt.

„Já, auðvitað. En þetta er bara tíminn til þess að breyta til. Ég bý í bænum og svona. Mig langaði að fá nýja áskorun," segir Tómas.

„Það voru einhverjir möguleikar í boði en það breytir engu núna. Maður er bara orðinn Valsari."

Alvöru atvinnumannaumhverfi
Hann æfði með Val áður en hann samdi við félagið. Hann er spenntur fyrir nýrri áskorun á Hlíðarenda.

„Þetta er alvöru atvinnumannaumhverfi og það er æft á morgnana. Hópurinn er stór og góður. Þeir vilja gera eitthvað og mér líst vel á það. Ég tel mig geta bætt mig þarna," segir Tómas.

Hópurinn er afar vel mannaður og á Hlíðarenda er stefnt á að vinna alla titla.

„Það eru leikmenn þarna sem hafa verið á efsta stigi. Það er bara geggjað," segir Tómas.

Það var ekkert erfitt
Tengdafaðir Tómasar er Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Fram sem er einnig í Bestu deildinni. Var erfitt að segja honum að þú værir að fara í Val?

„Nei, hann hefur verið í Val sjálfur og þekkir þennan bolta. Það var ekkert erfitt," segir Tómas.

Hvernig verður að mæta honum næsta sumar?

„Ég hef mætt honum áður og það er bara gaman. Við tölum ekki saman daginn áður og þá er allt í lagi. Við tölum mikið saman um fótbolta. Við erum báðir United menn og svona. Hann þekkir þennan heim inn og út. Það er gott að geta sótt ráð frá honum."

Skemmtilegasta sumarið hingað til
Tómas endaði tíma sinn hjá ÍBV á því að hjálpa liðinu að komast upp í Bestu deildina. Hann fer þaðan sáttur.

„Þetta var skemmtilegasta sumarið hingað til og hópurinn algjörlega geggjaður," segir miðjumaðurinn.

„Við vinnum deildina með einu stigi. Þetta var alvöru deild. Það var geggjað að spila fyrir Hemma Hreiðars. Við erum náskyldir og ég verð að segja það," sagði Tómas léttur og bætti við að það yrði örugglega smá skrítið að spila gegn ÍBV í sumar. Markmiðið hans er að gera vel með Val en þar eru framundan spennandi tímar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner