Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neves var nálægt því að semja við Arsenal og Barcelona
Ruben Neves
Ruben Neves
Mynd: EPA
Ruben Neves, leikmaður Al-Hilal í Sádi-Arabíu, segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Arsemal og Barcelona síðasta sumar.

Portúgalski miðjumaðurinn varð samningslaus eftir síðasta tímabil og hafnaði möguleikanum á að endursemja við Wolves.

Hann var orðaður við Barcelona og nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni, en ákvað í staðinn að elta seðilinn til Sádi-Arabíu.

„Síðasta sumar var ég nálægt því að semja við þrjú félög í Evrópu, en það varð ekkert úr því. Áhugi Barcelona var raunverulegur og var ég mjög nálægt því að fara þangað.“

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá var það sama með Arsenal. Það var komið langt á veg, en féll um sjálft sig,“
sagði hann við O'Jogo.

Neves er ekkert að íhuga það að snúa aftur til Evrópu á næstunni, en honum líður vel í Sádi-Arabíu. Hann hefur verið frábær í liði Al-Hilal sem er á toppnum í sádi-arabísku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner