Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 28. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Grimsby í sex leikja bann
Elliott Whitehouse, leikmaður Grimsby, mun byrja næsta tímabil í banni þar sem hann hefur fengið sex leikja bann.

Whitehouse fær bannið þar sem hann notaði ljót orð í garð mótherja í leik gegn Northampton Town. Í yfirlýsingu frá enska knattspyrnusambandinu kemur fram að ummæli Whitehouse í garð írska leikmannsins Alan McCormack hafi verið varðandi kynþáttahatur.

Whitehouse hefur einnig fengið 2 þúsund punda sekt og þarf að fara á námskeið til að læra af mistökum sínum.

Whitehouse viðurkenndi sök sína í málinu, en neitar að vera kynþáttahatari.

Grimsby er í C-deild Englands, er búið hætta keppni í þeirri deild.
Athugasemdir
banner