Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 28. júní 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðjohnsen bræður á förum frá Real Madrid?
Andri Lucas
Andri Lucas
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á sunnudagskvöld sagði þáttarstjórnandinn Hjörvar Hafliðason frá því að hann hefði heyrt af því að þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Daníel Tristan Guðjohnsen væru á förum frá Real Madrid.

Þeir Andri og Daníel eru synir Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrum leikmanns Chelsea og Barcelona. Eiður er í dag þjálfari FH.

Daníel Tristan er 16 ára gekk í raðir Real árið 2018 frá Barcelona og hefur undanfarin fjögur ár spilað með unglingaliðum Real. Hann á að baki tvo leiki fyrir U16 og fimm leiki með U17 landsliðinu.

„Daníel er að fara frá Real Madrid samkvæmt mínum heimildum. Það fylgdi ekki sögunni hvert hann væri að fara," sagði Hjörvar og kom inn á að þegar Eiður Smári var á sextánda ári þá hefði hann verið að spila í efstu deild á Íslandi með Val.

Andri er tvítugur og hefur í vetur leikið með varaliði Real Madrid, Castilla. Hann kom til Real Madrid frá Espanyol árið 2018. Andri á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands og níu A-landsleiki. Hann skoraði fjórtán mörk fyrir U17-U19 landsliðin og hefur skorað tvö mörk með A-landsliðinu.

„Hann ætlar að fara frá Real Madrid Castilla," sagði Hjörvar. Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum, sagði frá því að hann hefði heyrt af áhuga sænska félagsins Norrköping og danska félagsins Bröndby en segir að Norrköping sé líklegra til að fá Andra í sínar raðir.

Samningur Andra við Real Madrid rennur út næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner