Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   lau 28. september 2013 17:08
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Veit ekki betur en ég haldi áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Fínn sigur í leik á móti Keflavíkurliði sem hefur verið á skriði," sagði Ólafur Kristjánsson eftir 3-2 sigur Breiðabliks á Keflavík fyrr í dag í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

,,Spennustigið var ekki mikið, hvorki hjá leikmönnum eða þjálfarateyminu, og það var erfitt að gíra sig upp fyrir leikinn. En því var bara enn sætara að vinna hann. Við vildum halda boltanum og byggja upp sóknir meðan þeir vildu liggja til baka og sækja hratt á okkur. Þeir gerðu það vel, við ekki nógu vel í fyrri hálfleik."

Breiðablik lauk leik í fjórða sæti. Ólafur var að vonum ekki sáttur með lokastöðuna. ,,Stigafjöldin væri venjulega allt í lagi en miðað við hvað önnur lið fengu af stigum þá er ég ekki sáttur. Það voru þrjú lið fyrir ofan okkur og ég verð að sætta mig við það. Ég hefði viljað fara yfir 40 stig og enda í Evrópusæti."

,,Ég geri ráð fyrir því að halda áfram. Ég veit það samt ekki, ég ræð því ekki, en ég hef ekki fengið vísbendingar um neitt annað. Ég á von á því að það verði breytingar á leikmannahópnum."


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en í því tekur Ólafur blaðamann af öðrum miðli í létta íslenskukennslu.
Athugasemdir
banner
banner
banner