Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. september 2022 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Ekkert íslenskt lið í riðlakeppnina
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slavia Prag 0 - 0 Valur
Lestu um leikinn

Valur er úr leik í Meistaradeild kvenna þetta árið eftir markalaust jafntefli gegn Slavia Prag í Tékklandi í dag.

Valskonur töpuðu fyrri leiknum 0-1 þar sem eina markið kom í fyrri hálfleik. Íslandsmeistararnir áttu ekki góðan fyrri hálfleik á Hlíðarenda og það var í raun það sem skildi á milli að lokum.

Valur byrjaði vel í leiknum í dag og voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum.

Slavia skoraði tvö mörk snemma í seinni hálfleik sem voru dæmd af vegna rangstöðu en svo fór Valur að taka aftur yfir. Þær náðu hins vegar ekki að skapa sér nægilega góð færi og því varð markalaust jafntefli niðurstaðan.

„Þetta er því miður búið. Ísland mun ekki eiga fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Maður þarf að bíta í það súra epli að sjá tvö íslensk lið tapa 0-0 á tveimur dögum hér í Tékklandi," skrifaði Elvar Geir Magnússon, sem er staddur í Tékklandi, í beinni textalýsingu þegar flautað var til leiksloka.

Breiðablik komst í riðlakeppnina í fyrra, en það verður ekkert íslenskt lið þar núna - því miður. Það verður reynt aftur á næsta ári, en það er Valur verður fulltrúi Íslands þá og verður það annað hvort Breiðablik eða Stjarnan sem fer með þeim í forkeppnina.
Athugasemdir
banner
banner