Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   fim 28. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur stoltur: Verið draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa
Auðvitað viljum við komast upp en viljum gera það á réttum forsendum
Lengjudeildin
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Mynd: Fjölnir
„Viðræðurnar voru frekar fljótar, það var hóað í mig á fund og spjallað aðeins við mig. Svo eftir helgi tókum við annan fund og þetta var fljótt að gerast eftir það. Hugmyndir okkar lágu vel saman og menn hrifnir af því sem við vildum gera," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, sem var tilkynntur sem nýr þjálfari Fjölnis í síðasta mánuði. Hann tekur við Fjölni eftir ásatug.

Úlfur er 38 ára og hefur þjálfað hjá Fjölni síðustu ár og var þjálfari Vængja Júpíters í sumar. Hann þjálfaði hjá Aftureldingu árin 2014-2017 og kemur nánar inn á sinn feril í viðtalinu.

„Já og nei, þetta er uppeldisklúbburinn minn og búið að vera draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa. Undanfarin ár hefur manni þetta fundist vera nær og raunhæfar en nei, þetta kom ekki beint á óvart. Ég tel mig hafa sýnt að ég sé tilbúinn í þetta. Menn eru sammála því og gott að það sé tekið eftir því að maður sé tilbúinn í þetta."

Er mikill heiður að fá kallið frá stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis? „Gríðarlegur heiður og ég er ofboðslega stoltur af því að fá tækifæri til að þjálfa uppeldisliðið mitt. Þetta er algjört draumastarf fyrir mig og ég er ofboðslega spenntur að byrja."

„Okkur finnst við vera komin á þann stað að við eigum að vera í úrvalsdeildinni og auðvitað stefnum við á að komast þangað. En á réttum forsendum, við viljum gera þetta á okkar hátt. Við erum með mjög efnilega stráka í félaginu, viljum gefa þeim hlutverk og gefa þeim traust. Við viljum leyfa þeim að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það gæti alveg tekið lengri tíma en eitt ár en þeir þurfa samt sem áður að vaxa hratt inn í verkefnið og sýna að þeir ráði við þetta. Við viljum líka byggja upp góðan grunn og fara upp þannig að við getum haldið í kjarnann í liðinu og haldið okkur uppi þannig,"
sagði Úlfur.

Í seinni hluta viðtalsins, sem sjá má í spilaranum að ofan, svarar Úlfur spurningum sem tengjast leikmannahópi liðsins.
Athugasemdir
banner