Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fim 28. október 2021 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur stoltur: Verið draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa
Auðvitað viljum við komast upp en viljum gera það á réttum forsendum
Lengjudeildin
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Gunni Sig og Úlfur Arnar (til hægri)
Mynd: Fjölnir
„Viðræðurnar voru frekar fljótar, það var hóað í mig á fund og spjallað aðeins við mig. Svo eftir helgi tókum við annan fund og þetta var fljótt að gerast eftir það. Hugmyndir okkar lágu vel saman og menn hrifnir af því sem við vildum gera," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, sem var tilkynntur sem nýr þjálfari Fjölnis í síðasta mánuði. Hann tekur við Fjölni eftir ásatug.

Úlfur er 38 ára og hefur þjálfað hjá Fjölni síðustu ár og var þjálfari Vængja Júpíters í sumar. Hann þjálfaði hjá Aftureldingu árin 2014-2017 og kemur nánar inn á sinn feril í viðtalinu.

„Já og nei, þetta er uppeldisklúbburinn minn og búið að vera draumastarfið síðan ég byrjaði að þjálfa. Undanfarin ár hefur manni þetta fundist vera nær og raunhæfar en nei, þetta kom ekki beint á óvart. Ég tel mig hafa sýnt að ég sé tilbúinn í þetta. Menn eru sammála því og gott að það sé tekið eftir því að maður sé tilbúinn í þetta."

Er mikill heiður að fá kallið frá stjórn knattspyrnudeildar Fjölnis? „Gríðarlegur heiður og ég er ofboðslega stoltur af því að fá tækifæri til að þjálfa uppeldisliðið mitt. Þetta er algjört draumastarf fyrir mig og ég er ofboðslega spenntur að byrja."

„Okkur finnst við vera komin á þann stað að við eigum að vera í úrvalsdeildinni og auðvitað stefnum við á að komast þangað. En á réttum forsendum, við viljum gera þetta á okkar hátt. Við erum með mjög efnilega stráka í félaginu, viljum gefa þeim hlutverk og gefa þeim traust. Við viljum leyfa þeim að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Það gæti alveg tekið lengri tíma en eitt ár en þeir þurfa samt sem áður að vaxa hratt inn í verkefnið og sýna að þeir ráði við þetta. Við viljum líka byggja upp góðan grunn og fara upp þannig að við getum haldið í kjarnann í liðinu og haldið okkur uppi þannig,"
sagði Úlfur.

Í seinni hluta viðtalsins, sem sjá má í spilaranum að ofan, svarar Úlfur spurningum sem tengjast leikmannahópi liðsins.
Athugasemdir
banner
banner