Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
banner
   mið 29. janúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Mist Funadóttir.
Mist Funadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komin aftur heim í Þrótt.
Komin aftur heim í Þrótt.
Mynd: Þróttur R.
Ólafur Kristjánsson og Guðrún Þóra Elfar, þjálfarar Þróttar.
Ólafur Kristjánsson og Guðrún Þóra Elfar, þjálfarar Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ég held að við munum standa okkur vel'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ég held að við munum standa okkur vel'
Mynd: Þróttur
„Tilfinningin er mjög góð. Það er mjög gott að koma aftur," segir Mist Funadóttir í viðtali við Fótoblta.net. Hún er komin aftur heim í Þrótt, uppeldisfélag sitt, eftir að hafa spilað með Fylki síðustu árin.

Mist, sem spilar í bakverði, skrifaði undir þriggja ára samning við Þróttara. Hún er fædd árið 2003 og hefur leikið tæplega 70 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Fyrr á þessu ári lék hún með U23 landsliði Íslands þegar liðið vann 1-2 sigur á Finnum.

Það eru liðin þrjú ár síðan Mist spilaði síðast með Þrótti. Það hefur eitthvað breyst í kringum liðið síðan þá.

„Þetta er sami kjarni og svona, en það eru samt líka breytingar. Það eru komnir nýir leikmenn og nýr þjálfari. Það er svolítið öðruvísi," segir Mist en hvernig líst henni á að spila fyrir Ólaf Kristjánsson?

„Mér líst mjög vel á hann og Guðrúnu. Ég held að þau eigi eftir að kenna mér mjög magt. Hópurinn er líka ótrúlega góður og ég var búinn að heyra mjög góða hluti af honum og stemningunni áður en ég kom."

Fleiri félög sýndu áhuga
Það voru fleiri félög í Bestu deildinni sem sýndu Mist áhuga eftir að Fylkir féll úr Bestu deildinni. Þar á meðal var FH. Hún ræddi við önnur félög en vildi fara heim í Þrótt og taldi það best fyrir sig.

„Ég var svolítið ákveðin að mig langaði í Þrótt," segir Mist.

„Ég fór alveg á einhverja fundi hjá öðrum félögum en ég var spennt fyrir þjálfurunum í Þrótti og stemningunni þar. Ég er rosa spennt að fá að spila þarna aftur."

Hún segir að það hafi verið gaman að heyra af áhuganum. „Það var mjög gaman og gott fyrir sjálfstraustið. Bara gaman að heyra."

Erfitt að fara frá Fylki
Mist átti góð ár í Fylki þar sem hún fékk mikil tækifæri. Hún lék vel með liðinu í Bestu deildinni síðastliðið sumar.

„Það var erfitt að fara frá Fylki. Það er ótrúlega gott fólk þarna, þjálfararnir og stelpurnar. Það tók alveg á, erfitt að kveðja og fara."

„Þetta voru rosa góð ár og ég fékk mikið traust. Þetta var mjög erfitt en ég mun mæta á alla leiki sem ég get farið á. Ég er spennt að fylgjast með þeim og ég á margar góðar vinkonur þarna sem ég er spennt að fylgjast með í sumar. Ég held að þær verði geggjaðar," segir Mist.

Metnaður í Laugardalnum
Það styttist í nýtt fótboltasumar. Þróttur byrjaði illa á síðasta tímabili en vann sig vel til baka og náði að enda í efri hlutanum. Það er metnaður í Laugardalnum.

„Við ætlum bara að vera geggjaðar og ofarlega í töflunni. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ég held að við munum standa okkur vel," segir Mist.

Það hefur verið mikill uppgangur í Þrótti síðustu árin og liðið búið að festa sig í sessi í Bestu deildinni.

„Það eru ótrúlega góðar stelpur þarna og flottir leikmenn. Það er mikill metnaður og ég held að það eigi eftir að ganga vel. Persónulega er ég líka með mín markmið," segir þessi efnilegi varnarmaður og viðurkennir að vera með drauma um atvinnumennsku, en fyrst og fremst er hugsunin núna að gera vel með Þrótturum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner