Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 29. janúar 2025 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Mist Funadóttir.
Mist Funadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Komin aftur heim í Þrótt.
Komin aftur heim í Þrótt.
Mynd: Þróttur R.
Ólafur Kristjánsson og Guðrún Þóra Elfar, þjálfarar Þróttar.
Ólafur Kristjánsson og Guðrún Þóra Elfar, þjálfarar Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ég held að við munum standa okkur vel'
'Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ég held að við munum standa okkur vel'
Mynd: Þróttur
„Tilfinningin er mjög góð. Það er mjög gott að koma aftur," segir Mist Funadóttir í viðtali við Fótoblta.net. Hún er komin aftur heim í Þrótt, uppeldisfélag sitt, eftir að hafa spilað með Fylki síðustu árin.

Mist, sem spilar í bakverði, skrifaði undir þriggja ára samning við Þróttara. Hún er fædd árið 2003 og hefur leikið tæplega 70 leiki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins. Fyrr á þessu ári lék hún með U23 landsliði Íslands þegar liðið vann 1-2 sigur á Finnum.

Það eru liðin þrjú ár síðan Mist spilaði síðast með Þrótti. Það hefur eitthvað breyst í kringum liðið síðan þá.

„Þetta er sami kjarni og svona, en það eru samt líka breytingar. Það eru komnir nýir leikmenn og nýr þjálfari. Það er svolítið öðruvísi," segir Mist en hvernig líst henni á að spila fyrir Ólaf Kristjánsson?

„Mér líst mjög vel á hann og Guðrúnu. Ég held að þau eigi eftir að kenna mér mjög magt. Hópurinn er líka ótrúlega góður og ég var búinn að heyra mjög góða hluti af honum og stemningunni áður en ég kom."

Fleiri félög sýndu áhuga
Það voru fleiri félög í Bestu deildinni sem sýndu Mist áhuga eftir að Fylkir féll úr Bestu deildinni. Þar á meðal var FH. Hún ræddi við önnur félög en vildi fara heim í Þrótt og taldi það best fyrir sig.

„Ég var svolítið ákveðin að mig langaði í Þrótt," segir Mist.

„Ég fór alveg á einhverja fundi hjá öðrum félögum en ég var spennt fyrir þjálfurunum í Þrótti og stemningunni þar. Ég er rosa spennt að fá að spila þarna aftur."

Hún segir að það hafi verið gaman að heyra af áhuganum. „Það var mjög gaman og gott fyrir sjálfstraustið. Bara gaman að heyra."

Erfitt að fara frá Fylki
Mist átti góð ár í Fylki þar sem hún fékk mikil tækifæri. Hún lék vel með liðinu í Bestu deildinni síðastliðið sumar.

„Það var erfitt að fara frá Fylki. Það er ótrúlega gott fólk þarna, þjálfararnir og stelpurnar. Það tók alveg á, erfitt að kveðja og fara."

„Þetta voru rosa góð ár og ég fékk mikið traust. Þetta var mjög erfitt en ég mun mæta á alla leiki sem ég get farið á. Ég er spennt að fylgjast með þeim og ég á margar góðar vinkonur þarna sem ég er spennt að fylgjast með í sumar. Ég held að þær verði geggjaðar," segir Mist.

Metnaður í Laugardalnum
Það styttist í nýtt fótboltasumar. Þróttur byrjaði illa á síðasta tímabili en vann sig vel til baka og náði að enda í efri hlutanum. Það er metnaður í Laugardalnum.

„Við ætlum bara að vera geggjaðar og ofarlega í töflunni. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu og ég held að við munum standa okkur vel," segir Mist.

Það hefur verið mikill uppgangur í Þrótti síðustu árin og liðið búið að festa sig í sessi í Bestu deildinni.

„Það eru ótrúlega góðar stelpur þarna og flottir leikmenn. Það er mikill metnaður og ég held að það eigi eftir að ganga vel. Persónulega er ég líka með mín markmið," segir þessi efnilegi varnarmaður og viðurkennir að vera með drauma um atvinnumennsku, en fyrst og fremst er hugsunin núna að gera vel með Þrótturum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner