Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 17:32
Victor Pálsson
Upamecano verður enginn leiðtogi - „Heyrist ekkert í honum"
Mynd: Getty Images
Dayot Upamecano verður enginn leiðtogi hjá Bayern Munchen á næsta tímabili að sögn varnarmannsins Holger Badstuber.

Badstuber er fyrrum leikmaður Bayern en hann er í dag 32 ára gamall og spilar með Stuttgart í efstu deild.

Upamecano var einn eftirsóttasti miðvörður heims og ákvað nýlega að kveðja RB Leipzig í sumar og ganga í raðir Bayern.

Frakkinn mun þurfa hjálp að sögn Badstuber sem lék 119 deildarleiki í Munchen frá 2009 til ársins 2017.

„Svona ungur leikmaður kemur ekki til Bayern og verður leiðtogi," sagði Badstuber í samtali við Bild.

„Ég heyri ekkert í honum. Þú getur ekki verið leiðtogi ef þú ert svona rólegur. Þú þarft að gefa skýrar skipanir. Ég sé Lucas Hernandez í þessu hlutverki."
Athugasemdir
banner
banner
banner