Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 29. mars 2024 14:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikar kvenna: Valskonur Lengjubikarmeistarar 2024
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 2 - 1 Breiðablik
0-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('8 )
1-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('25 )
2-1 Amanda Jacobsen Andradóttir ('26 )
Lestu um leikinn


Valur er Lengjubikarmeistari 2024 eftir sigur á Breiðabliki í dag.

Það var fámennt í liði Blika en aðeins tveir leikmenn voru á bekknum en margir leikmenn liðsins eru í fríi erlendis. Þá var Pétur Pétursson þjálfari Vals ekki á staðnum en miklar vangaveltur voru um hvenær þessi leikur myndi fara fram og ákvörðun var loks tekin um að hann færi fram í dag.

Blikar byrjuðu leikinn sterkt og komust yfir snemma leiks þegar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir komst ein í gegn og kláraði færið frábærlega framhjá Fanneyju Ingu í marki Vals.

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði metin fyrir Val eftir frábæra sókn og strax í kjölfarið kom Amanda Andradóttir Valskonum yfir með skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Amanda tækifæri til að bæta við forystuna en skaut framhjá úr dauðafæri. Vigdís Lilja komst í gott færi undir lok leiksins sem Fanney varði og Edith Kristín Kristjánsdóttir var nálægt því að komast í boltann í kjölfarið en boltinn rúllaði framhjá henni.


Athugasemdir
banner
banner
banner