Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   fös 29. maí 2015 16:40
Magnús Már Einarsson
Viðtal úr ensku úrvalsdeildinni
Marc Wilson í Reykjavík: Nóg af stöðum til að veiða
Marc Wilson, Óðinn Svansson nuddari íslenska landsliðsins og Hermann Hreiðarsson hressir í Elliðá í dag.
Marc Wilson, Óðinn Svansson nuddari íslenska landsliðsins og Hermann Hreiðarsson hressir í Elliðá í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marc Wilson í leik gegn Liverpool.
Marc Wilson í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Marc Wilson, leikmaður Stoke City, er í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Fótbolti.net hitti Marc í dag þegar hann var að veiða í Elliða með félaga sínum Hermanni Hreiðarssyni.

„Hermann Hreiðarsson er góður vinur minn. Við spiluðum saman hjá Portsmouth. Ég hef viljað koma hingað í 4-5 ár og ég náði loksins að koma núna. Ég hef notið tímans hér," sagði Marc við Fótbolta.net í dag.

„Við höfum farið í útsýnisferðir og við fórum til Vestmannaeyjar sem eru mjög fallegar. Ég er hissa á að ég hafi aldrei komið hingað áður, ég reikna með að koma aftur síðar."

Í golfi og veiði
Hermann og Marc kíktu til Vestmannaeyja í gær þar sem þeir æfðu með ÍBV. Marc þarf að halda sér í formi fyrir landsleiki með Írum gegn Englendingum og Skotum. Þeir félagar hafa einnig farið í golf og að veiða á Íslandi.

„Golfvellirnir eru góðir og það er gaman að veiða. Veiði er mitt helsta áhugamál fyrir utan fótboltann og það er nóg af stöðum til að veiða hér," sagði Marc en hvor er betri í golfinu, hann eða Hermann?

„Klárlega ég," sagði Marc léttur í bragði. „Stóri maðurinn er ekki slæmur. Hann hefur æft sig síðan að við mættum síðast og þetta er hörku einvígi hjá okkur."

Hrósar Hermanni í hástert
Marc spilaði með Hermanni hjá Portsmouth frá 2007 til 2010 og þeir urðu meðal annars bikarmeistarar með liðinu árið 2008.

„Hann var stórkostlegur leikmaður og hann átti stórkostlegan feril. Við náðum að smella saman frá fyrsta degi. Hann hefur verið góður vinur minn undanfarin ár og hann hjálpaði mér mikið þegar ég var ungur hjá Portsmouth."

„Ég á margar sögur af honum en ég ætla að halda þeim fyrir sjálfan mig," sagði Marc og hló. „Hann er frábær persóna og ég gæti ekki talað betur um hann. Síðan ég kom til Íslands hefur hann látið mig líða eins og ég sé heima hjá mér."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en flugur gerðu Marc lífið leitt á meðan á því stóð!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner