Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin í dag - Fiorentina keppir til úrslita annað árið í röð
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram í kvöld þegar Olympiakos og Fiorentina eigast við í hörkuslag.

Þetta er annað árið í röð sem Fiorentina kemst í úrslitaleik keppninnar en í fyrra töpuðu Ítalirnir gegn lærisveinum David Moyes í West Ham United.

Fiorentina fór í gegnum Maccabi Haifa, Viktoria Plzen og Club Brugge á leið sinni í úrslitaleikinn en andstæðingarnir í liði Olympiakos fóru talsvert erfiðari vegferð.

Þeir sigruðu gegn Ferencvaros og Maccabi Tel Aviv áður en þeir höfðu betur gegn tyrkneska stórveldinu Fenerbahce. Í kjölfarið gerðu þeir sér svo lítið fyrir og slógu lærisveina Unai Emery í liði Aston Villa úr leik með flottum sigrum bæði á Englandi og í Grikklandi.

Sambandsdeildin:
19:00 Olympiakos - Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner