Mikel Arteta fór víðan völl á fréttamannafundi fyrir stórleik Arsenal gegn Manchester United og ræddi meðal annars um Michael Carrick, kollega sinn hjá Rauðu djöflunum.
Arteta og Carrick eiga það sameiginlegt að vera báðir fyrrum leikmenn liðanna sem þeir stýra í dag, auk þess að hafa báðir leikið sem varnarsinnaðir miðjumenn.
„Ég hef einstaka tilfinningu fyrir þessu félagi og það gefur mér eitthvað aukalega í starfinu, ég held að það geti verið svipað hjá Michael Carrick. Það hjálpar að þekkja vel til innan félagsins, bæði fólkið sem starfar þar og mikilvægi sögunnar," sagði Arteta.
„Við munum ekki breyta okkar leikskipulagi til að mæta Man Utd þó að við vitum að þetta verður erfiður leikur gegn mjög hæfileikaríkum andstæðingum. Michael kemur inn með ferskar hugmyndir og leikmenn virðast vera að taka vel í það miðað við stórkostlega frammistöðu gegn City. Þeir sýndu mikla ákefð í borgarslagnum.
„Þetta er rosalega mikilvægur leikur og þó að hann verði erfiður þá ætlum við að reyna að stjórna ferðinni á okkar heimavelli. Það er mikilvægt að stuðningsmenn haldi áfram að styðja við bakið á okkur eins og þeir hafa verið að gera í síðustu leikjum. Það er rosalega mikilvægt, þetta gerir andstæðingunum erfiðara fyrir."
Arteta var einnig spurður út í lánssamning táningsins Ethan Nwaneri sem mun leika með Marseille í Frakklandi út tímabilið.
„Við erum með alltof mikið af hæfileikaríkum leikmönnum sem spila svipað hlutverk og Ethan. Hann hefur gott af því að fá meiri spiltíma, það síðasta sem ég vil gera er að hamla þróun hans útaf því að hann er ótrúlega efnilegur fótboltamaður. Hann elskar að spila fótbolta og ég held að við höfum valið réttan áfangastað.
„Við eigum góða reynslu af samskiptum okkar við Marseille eftir að við lánuðum Willy (William Saliba) þangað fyrir nokkrum árum. Þar að auki er Roberto De Zerbi frábær þjálfari sem hvetur leikmenn til að spila af miklu hugrekki eins og við gerum hérna. Þetta er tilvalinn áfangastaður fyrir Ethan."
Þjálfarinn ræddi að lokum um framherjana Kai Havertz, Gabriel Jesus og Viktor Gyökeres sem eru allir til taks á sama tíma í fyrsta sinn frá upphafi tímabils.
„Kai Havertz er mjög nálægt því að komast aftur í stand og við verðum að fara varlega með hvernig við notum framherjana okkar útaf því að við viljum ekki missa þá aftur í meiðsli. Framherjarnir munu allir fá spiltíma á næstu vikum og mánuðum. Það verður sérstaklega gott að fá Kai til baka útaf því að hann er svo ótrúlega fjölhæfur leikmaður. Draumurinn er að vera með þá alla við góða heilsu."
Havertz getur bæði spilað sem miðjumaður og sóknarmaður og þá er Gabriel Jesus öflugur bæði í framherjastöðunni og úti á vinstri kanti.
Liðin eigast við í lokaleik morgundagsins klukkan 16:30.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 22 | 15 | 5 | 2 | 40 | 14 | +26 | 50 |
| 2 | Man City | 22 | 13 | 4 | 5 | 45 | 21 | +24 | 43 |
| 3 | Aston Villa | 22 | 13 | 4 | 5 | 33 | 25 | +8 | 43 |
| 4 | Liverpool | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 29 | +4 | 36 |
| 5 | Man Utd | 22 | 9 | 8 | 5 | 38 | 32 | +6 | 35 |
| 6 | Chelsea | 22 | 9 | 7 | 6 | 36 | 24 | +12 | 34 |
| 7 | Brentford | 22 | 10 | 3 | 9 | 35 | 30 | +5 | 33 |
| 8 | Newcastle | 22 | 9 | 6 | 7 | 32 | 27 | +5 | 33 |
| 9 | Sunderland | 22 | 8 | 9 | 5 | 23 | 23 | 0 | 33 |
| 10 | Everton | 22 | 9 | 5 | 8 | 24 | 25 | -1 | 32 |
| 11 | Fulham | 22 | 9 | 4 | 9 | 30 | 31 | -1 | 31 |
| 12 | Brighton | 22 | 7 | 9 | 6 | 32 | 29 | +3 | 30 |
| 13 | Crystal Palace | 22 | 7 | 7 | 8 | 23 | 25 | -2 | 28 |
| 14 | Tottenham | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 | 29 | +2 | 27 |
| 15 | Bournemouth | 22 | 6 | 9 | 7 | 35 | 41 | -6 | 27 |
| 16 | Leeds | 22 | 6 | 7 | 9 | 30 | 37 | -7 | 25 |
| 17 | Nott. Forest | 22 | 6 | 4 | 12 | 21 | 34 | -13 | 22 |
| 18 | West Ham | 22 | 4 | 5 | 13 | 24 | 44 | -20 | 17 |
| 19 | Burnley | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 42 | -19 | 14 |
| 20 | Wolves | 22 | 1 | 5 | 16 | 15 | 41 | -26 | 8 |
Athugasemdir




