Franska félagið Lille, sem landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er á mála hjá, hefur hafnað fréttum um að þjálfarinn Bruno Génésio hafi óskað eftir því að hætta.
Frakkinn hefur ekki náð góð úrslitum síðustu vikur og hafa franskir miðlar haldið því fram að hann vilji hætta með liðið.
Lille var ekki lengi að svara þessum fregnum og segir ekkert til í því að hann vilji fara.
Liðið hefur tapað síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum og nú síðast gegn Celta Vigo í Evrópudeildinni, en liðið hefur enn einn leik til þess að gulltryggja sig inn í umspilið.
Einnig er liðið dottið úr leik í franska bikarnum eftir 2-1 tap gegn Lyon.
Lille segir að Génésio verði á hliðarlínunni þegar Lille mætir Strasbourg í frönsku deildinni á morgun.
Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir



