Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   lau 29. júní 2024 12:31
Brynjar Ingi Erluson
Pálmi Rafn stýrir KR út tímabilið (Staðfest)
Pálmi Rafn verður áfram á hliðarlínunni hjá KR
Pálmi Rafn verður áfram á hliðarlínunni hjá KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liði KR út þetta leiktímabil en knattspyrnudeild KR greinir frá þessum tíðindum í dag.

Gregg Ryder var rekinn frá KR þann 20. júní fyrir óviðunandi árangur í byrjun tímabilsins.

Pálmi Rafn stýrði liðinu gegn Víkingi nokkrum dögum síðar og tókst að ná í stig á erfiðum útivelli.

Hann stýrði KR-ingum aftur í 2-2 jafnteflinu gegn Fylki á fimmtudag og greindi hann þar frá því að hann væri að búast við því að vera áfram þjálfari liðsins.

KR hefur nú sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að Pálmi muni stýra liðinu út leiktímabilið.

„Knattspyrnudeild KR og Pálmi Rafn Pálmason hafa náð samkomulagi þess efnis að Pálmi muni stýra mfl. karla hjá KR út leiktímabilið. Pálmi tók við liðinu tímabundið eftir að Gregg Ryder var sagt upp störfum. Við bindum miklar vonir við að Pálmi nái að snúa við gengi liðsins,“ segir í yfirlýsingu KR.

KR er í 8. sæti Bestu deildar karla með 13 stig eftir tólf leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner