Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   þri 29. september 2020 20:28
Atli Arason
Bjössi Hreiðars: Get ekki verið að böggast í þessum greyjum
Lengjudeildin
Bjössi Hreiðars, þjálfari Grindavíkur
Bjössi Hreiðars, þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Friðrik Hrafnson, knattspyrnudómari
Kristinn Friðrik Hrafnson, knattspyrnudómari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var í frekar hress í leikslok eftir stórsigur sinna manna á Víkingum frá Ólafsvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Þetta er frábært, við unnum gott Víkings lið. Við spilum frábærar fyrstu mínútur, 3-0, það svona skók þetta. Ég er bara mjög ánægður með mína menn eins og ég hef verið lengst af,“ sagði Bjössi í viðtali eftir leik.

Leikurinn var meira og minna búinn 15 mínútum eftir að hann var flautaður á en öll mörk leiksins komu á þessu fyrsta korteri. Bjössi sagði að leikplan Grindvíkinga væri að mæta Ólafsvíkingum að krafti í byrjun leiksins.

„Við ætluðum bara að koma hingað inn og mæta almennilega til leiks, það er bara þannig. Þetta er furðulegur leiktími og oft geta menn verið hálf kærulausir í þessu, bæði lið voru líka nýbúinn að spila leik. Við lögðum upp með að við myndum koma gífurlega kröftugir inn í þennan leik, sem við gerðum,“ sagði Bjössi um frábæra byrjun sinna manna í dag.

Sigurinn í dag þýðir að Grindavík er komið upp fyrir ÍBV í fjórða sæti deildarinnar. Þegar liðið á fjóra leiki eftir óspilaða er það einungis sjö stigum frá toppsætunum og eiga eftir að spila við tvö af þessum þremur liðum fyrir ofan sig. Bjössi er samt ekki farinn að hugsa um efstu deild.

„Umferðin spilaðist bara þannig að þessi lið sem eru í efstu sætunum þau unnu sína leiki og það er svaka taktur á þeim. Við hugsum bara um næsta leik og það er á móti gríðarlega sterku Aftureldings liði sem við lentum í vandræði með í sumar og við hugsum bara um þann leik svo sjáum við bara hvað setur. Við erum allavega enn þá á lífi, þannig lagað en þetta er bara Keflavík eins og sagði um daginn. Keflavík er komið með þetta fyrst þeir unnu í dag, þá er þetta bara þægilegt og þeir þurfa bara að sigla þessu heim. Svo er þetta Fram eða Leiknir, það er bara þannig. Þau eru aldrei öll þrjú að fara að misstíga sig. Þau geta það ekki, það er bara ekki hægt í þessu. Þannig að við bara hugsum um okkar og njótum þess að spila fótbolta þessa dagana,“ sagði Bjössi aðspurður um Pepsi Max drauma.

Oddur Ingi Bjarnason skoraði eitt mark og lagði upp annað ásamt því að fá tvö gul spjöld í dag en það seinna var fyrir leikaraskap. Bjössi langt frá því að vera sáttur með þennan dóm hjá Kristni Friðriki Hrafnssyni, dómara leiksins.

„Fyrir mér er þetta náttúrlega bara djók. Ég get ekki verið að böggast í þessum greyjum sem eru að dæma þetta en við erum að missa leikmann í bann út af einhverju gölnu atriði fyrir mér. Hvað er hann að flauta á? Það eru fullt af atvikum í leiknum sem menn eru að detta og annað. Þetta atvik var lengst út á velli og það er farið í hann [Odd Inga], það er alveg ljóst mál og við eigum að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað en neinei, þá er hann bara rekinn út af. Veistu það, þetta er nánast hætt að koma mér á óvart. Það kemur hver ákvörðunin á fætur annari oft á tíðum sem ég bara skil ekki upp né niður í,“ sagði Bjössi alveg gáttaður á dómgæslunni en viðtalið við Bjössa í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner