Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 29. september 2020 20:28
Atli Arason
Bjössi Hreiðars: Get ekki verið að böggast í þessum greyjum
Lengjudeildin
Bjössi Hreiðars, þjálfari Grindavíkur
Bjössi Hreiðars, þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Friðrik Hrafnson, knattspyrnudómari
Kristinn Friðrik Hrafnson, knattspyrnudómari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, var í frekar hress í leikslok eftir stórsigur sinna manna á Víkingum frá Ólafsvík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Víkingur Ó.

„Þetta er frábært, við unnum gott Víkings lið. Við spilum frábærar fyrstu mínútur, 3-0, það svona skók þetta. Ég er bara mjög ánægður með mína menn eins og ég hef verið lengst af,“ sagði Bjössi í viðtali eftir leik.

Leikurinn var meira og minna búinn 15 mínútum eftir að hann var flautaður á en öll mörk leiksins komu á þessu fyrsta korteri. Bjössi sagði að leikplan Grindvíkinga væri að mæta Ólafsvíkingum að krafti í byrjun leiksins.

„Við ætluðum bara að koma hingað inn og mæta almennilega til leiks, það er bara þannig. Þetta er furðulegur leiktími og oft geta menn verið hálf kærulausir í þessu, bæði lið voru líka nýbúinn að spila leik. Við lögðum upp með að við myndum koma gífurlega kröftugir inn í þennan leik, sem við gerðum,“ sagði Bjössi um frábæra byrjun sinna manna í dag.

Sigurinn í dag þýðir að Grindavík er komið upp fyrir ÍBV í fjórða sæti deildarinnar. Þegar liðið á fjóra leiki eftir óspilaða er það einungis sjö stigum frá toppsætunum og eiga eftir að spila við tvö af þessum þremur liðum fyrir ofan sig. Bjössi er samt ekki farinn að hugsa um efstu deild.

„Umferðin spilaðist bara þannig að þessi lið sem eru í efstu sætunum þau unnu sína leiki og það er svaka taktur á þeim. Við hugsum bara um næsta leik og það er á móti gríðarlega sterku Aftureldings liði sem við lentum í vandræði með í sumar og við hugsum bara um þann leik svo sjáum við bara hvað setur. Við erum allavega enn þá á lífi, þannig lagað en þetta er bara Keflavík eins og sagði um daginn. Keflavík er komið með þetta fyrst þeir unnu í dag, þá er þetta bara þægilegt og þeir þurfa bara að sigla þessu heim. Svo er þetta Fram eða Leiknir, það er bara þannig. Þau eru aldrei öll þrjú að fara að misstíga sig. Þau geta það ekki, það er bara ekki hægt í þessu. Þannig að við bara hugsum um okkar og njótum þess að spila fótbolta þessa dagana,“ sagði Bjössi aðspurður um Pepsi Max drauma.

Oddur Ingi Bjarnason skoraði eitt mark og lagði upp annað ásamt því að fá tvö gul spjöld í dag en það seinna var fyrir leikaraskap. Bjössi langt frá því að vera sáttur með þennan dóm hjá Kristni Friðriki Hrafnssyni, dómara leiksins.

„Fyrir mér er þetta náttúrlega bara djók. Ég get ekki verið að böggast í þessum greyjum sem eru að dæma þetta en við erum að missa leikmann í bann út af einhverju gölnu atriði fyrir mér. Hvað er hann að flauta á? Það eru fullt af atvikum í leiknum sem menn eru að detta og annað. Þetta atvik var lengst út á velli og það er farið í hann [Odd Inga], það er alveg ljóst mál og við eigum að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað en neinei, þá er hann bara rekinn út af. Veistu það, þetta er nánast hætt að koma mér á óvart. Það kemur hver ákvörðunin á fætur annari oft á tíðum sem ég bara skil ekki upp né niður í,“ sagði Bjössi alveg gáttaður á dómgæslunni en viðtalið við Bjössa í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir