Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai hefur verið að spila afskaplega vel í upphafi tímabilsins með Liverpool.
Szoboszlai hefur verið að spila mjög vel með Liverpool en hann skoraði geggjað mark í sigri gegn Leicester í deildabikarnum á dögunum.
Szoboszlai er 22 ára gamall miðjumaður en hann getur einnig spilað á vængnum. Hann var keyptur til Liverpool frá RB Leipzig fyrir um 60 milljónir punda í sumar.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði Szoboszlai á fréttamannafundi í dag.
„Þessi strákur er mjög flottur, hann er mjög gáfaður og vingjarnlegur," sagði Klopp.
„Hann var mjög ánægður að koma hingað sem var gaman að sjá. Hann hefur aldrei spilað í nákvæmlega þeirri stöðu sem hann er að spila í núna, en við erum að læra það saman. Það er ótrúlega gaman að vinna með honum."
Athugasemdir