Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 29. október 2020 22:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin tvö sem Albert skoraði í kvöld
Albert fagnar seinna marki sínu í kvöld.
Albert fagnar seinna marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri AZ Alkmaar á Rijeka í Evrópudeildinni. Albert var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 88 mínúturnar í leiknum.

Albert var að skora í öðrum leiknum í röð þar sem hann skoraði einnig gegn Den Haag í hollensku deildinni um helgina.

Fyrra markið í kvöld kom eftir stungusendingu Fredrik Midtsjo á 20. mínútu. Albert gerði vel og kom boltanum framhjá markverði gestanna. Seinna markið kom á 60. mínútu eftir fyrirgjöf frá vinstri. Teun Koopmeiners átti sendinguna sem Albert kom í netið.

Annað skemmtilegt í AZ fréttum í kvöld var það að Mazim Gullit, nítján ára sonur Ruud Gullit, lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins. Maxim kom inn á undir lok leiks í tvöfaldri skiptingu sem Albert var hluti af.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner