Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 09:14
Elvar Geir Magnússon
Ekki sömu reglur um hendi í Meistaradeildinni og á Englandi
Þetta er atvikið. Tino Livramento fékk dæmda á sig hendi.
Þetta er atvikið. Tino Livramento fékk dæmda á sig hendi.
Mynd: Getty Images
Mbappe skoraði úr vítinu.
Mbappe skoraði úr vítinu.
Mynd: EPA
Sú regla sem er á hvað gráasta svæðinu í fótboltanum er hvenær eigi að dæma hendi og hvenær ekki. Til að flækja hlutina enn frekar fyrir leikmönnum, þjálfurum og áhugafólki þá geta reglurnar verið mismunandi eftir því um hvaða keppni er að ræða.

Newcastle var að takast að landa mikilvægum sigri gegn Paris St-Germain í Meistaradeildinni í gær þegar franska liðið fékk vítaspyrnu. Szymon Marciniak, einn besti dómari heims, var sendur í VAR skjáinn og dæmdi hendi á Tino Livramento.

Áður en boltinn fór upp í hendina á honum hafði hann viðkomu í líkama hans. Í ensku úrvalsdeildinni er viðmiðið það að ekki eigi að dæma hendi ef boltinn hefur viðkomu í líkama hans á undan. Samkvæmt reglum ensku deildarinnar hefði því ekki átt að dæma víti.

En hinsvegar er þessi regla ekki í gildi í Meistaradeildinni.

Í apríl mældi óháð nefnd á vegum UEFA með því að UEFA myndi setja það í sínar reglur að ekki yrði dæmd hendi ef boltinn fer fyrst í annan hluta líkama leikmannsins.

Það var þó ekki farið eftir þessum meðmælum og reglunni var ekki bætt inn í Evrópukeppnirnar. Newcastle galt fyrir það í gær.

Marciniak taldi að hendi Livramento hefði verið í ónáttúrulegri stöðu og dæmdi því vítaspyrnuna. Newcastle jafnaði 1-1.

   28.11.2023 22:12
Sjáðu umdeildan vítaspyrnudóm í Frakklandi

   28.11.2023 22:32
Howe fór yfir reglurnar: Mér fannst þetta ekki vera víti

   29.11.2023 07:00
VAR sýndi ekki rétt sjónarhorn - Newcastle rændir

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner