Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. mars 2021 12:52
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs vill sjá Rúnar Alex og Hólmbert byrja
Icelandair
Frá markvarðaæfingu Íslands.
Frá markvarðaæfingu Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert á landsliðsæfingu.
Hólmbert á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson vill sjá Rúnar Alex Rúnarsson í marki Íslands gegn Liechteinstein á morgun. Þá finnst honum að Hólmbert Aron Friðjónsson eigi að fá tækifæri í sókninni.

Þetta sagði Arnar í samtali við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun í dag. Hann setti þar saman sitt byrjunarlið.


„Þetta yrði blanda af yngri og eldri leikmönnum. Hannes hefur þjónað okkur rosalega vel en mér finnst tími til að fara aðra átt, fá aðra dínamík og fá markvörð sem er betri í löppunum. Ég held að það sé tími á að Rúnar Alex fái tækifærið," segir Arnar.

„Hörður Björgvin í vinstri bak og svo vil ég Alfons í hægri. Hann stóð sig að mörgu leyti vel gegn Þýskalandi eftir erfiða byrjun. Ég held að Kári og Sverrir spili í miðverði."

„Það eru fá lið sem geta spilað með eina sexu á miðjunni, ég sé Guðlaug Victor og Aron Einar á miðjunni. Þá þarf sköpunarmátt fram á við."

„Jói hægra megin, fyrst Albert er ekki með væri gaman að sjá Jón Dag byrja vinstra megin. Mér finnst að Hólmbert eigi að fá að spila. Svo gætu Jón Daði eða Birkir Bjarnason gætu svo fyllt upp í liðið."
Athugasemdir
banner
banner