Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 30. mars 2023 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég vona að ég standi mig vel fyrir aðra íslenska þjálfara"
Ætlar sér upp.
Ætlar sér upp.
Mynd: Aðsent
Ég vona að fleiri fái tækifæri til að fara út því þetta er aðeins stærra svið og meira tækifæri fyrir þjálfara að sýna sig og sanna
Ég vona að fleiri fái tækifæri til að fara út því þetta er aðeins stærra svið og meira tækifæri fyrir þjálfara að sýna sig og sanna
Mynd: Aðsent
Srdjan Tufegdzic - Túfa - var til viðtals hér á Fótbolti.net á dögunum. Hann er í dag þjálfari Öster í B-deildinni í Svíþjóð. Liðinu var á dögunum spáð upp í efstu deild og segir Túfa það vera markmiðið.

Ætla sér upp í Allsvenskan
„Árangurinn í fyrra að enda í 3. sæti og spila umspilsleiki um sæti í efstu deild var besti árangur liðsins síðustu tíu ár. Við vorum í raun tveimur mörkum frá því að komast upp í Allsvenskuna sem er gríðarlega sterk deild eins og allir vita. Heilt yfir var ég mjög ánægður, ekki auðvelt að fara út úr þægindarammanum á Íslandi þar sem þú þekktir hvern einasta lið, þjálfara, leikmann, stjórn og stuðningsmenn," sagði Túfa sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.

Það er nokkuð ljóst að það sé raunhæft fyrir Öster að stefna á topp tvö sætin í deildinni.

„Það er okkar markmið, alveg klárt. Þegar þú endar í 3. sæti á tímabilinu á undan geturu ekki komið fram og sagt að þú yrðir ánægður með sjöunda sætið. Allir íþróttamenn vilja alltaf gera betur. Þetta er gríðarlega jöfn deild, munurinn á milli liðanna sem eru að berjast á toppi og botni er kannski 5% í gæðum, umgjörð og öllu því. Peningalega séð er þetta líka rosalega jafnt. Þú getur unnið leik ef þú átt góðan dag, en ef þú ert ekki 100% þá vinnuru ekki - skiptir engu máli á móti hverjum þú ert að spila. Okkar markmið er skýrt og ég er ánægður með hópinn."

Lokaorð Túfa í viðtalinu voru svo nokkuð öflug.

„Ég vona að ég standi mig vel fyrir aðra íslenska þjálfara. Ef þú gerir hlutina vel, eins og Freyr Alexandersson er að gera í Danmörku, getur það opnað dyrnar frekar fyrir þjálfara að komast út. Það eru frábærir þjálfarar á Íslandi og ég vona að fleiri fái tækifæri til að fara út því þetta er aðeins stærra svið og meira tækifæri fyrir þjálfara að sýna sig og sanna," sagði Túfa.

Hægt er að nálgast viðtalið í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner