Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 30. apríl 2021 10:11
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag tekur ekki við Tottenham - Framlengdi við Ajax
Erik Ten Hag.
Erik Ten Hag.
Mynd: Getty Images
Ajax hefur tilkynnt að Erik ten Hag hafi skrifað undir nýjan samning við félagið til 2023. Ten Hag var talinn líklegastur til að taka við Tottenham.

Ten Hag hefur hinsvegar ákveðið að vera áfram hjá Ajax og stjóraleitin hjá Tottenham virðist ætla að vera flókin.

Julian Nagelsmann var efstur á blaði en hann gerði samning við Bayern München. Þá hefur Brendan Rodgers gefið það út að hann hafi ekki áhuga á yfirgefa Leicester til að taka við Tottenham.

Tottenham vonaðist til að funda með Ten Hag í næstu viku en nú eru þær áætlanir úr sögunni.

Graham Potter hjá Brighton og Scott Parker hjá Fulham eru sagðir meðal stjóra sem Tottenham sé með á blaði.

Tottenham er í stjóraleit eftir að Jose Mourinho var rekinn en Ryan Mason stýrir liðinu til bráðabirgða út tímabilið.


Athugasemdir
banner