Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fim 30. maí 2019 15:50
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: KR kláraði Völsung undir lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur 0 - 2 KR
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('65)
0-2 Tobias Thomsen ('95)
Rautt spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson, Völsungur ('93)

Alex Freyr Hilmarsson gerði fyrra mark leiksins er KR komst í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á Húsavíkurvelli í dag.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn. Vesturbæingar voru sterkari en náðu ekki að skapa sér dauðafæri gegn þéttri vörn Völsungs.

KR-ingar héldu áfram að sækja og náðu loks að skora á 65. mínútu. Inle Valdes Mayari, markvörður Völsungs, náði ekki að halda skoti frá gestunum og var Alex Freyr fyrstur að fylgja eftir.

Völsungar færðu sig framar á völlinn og í kjölfarið galopnaðist vörn þeirra hvað eftir annað, en Valdes varði meistaralega og hélt sínum mönnum í leiknum.

Allar vonir heimamanna dóu þó á lokamínútunum þegar Guðmundur Óli Steingrímsson fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér innan vítateigs.

Tobias Thomsen skoraði úr vítaspyrnunni og KR tryggði sig áfram.
Athugasemdir
banner
banner