Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 30. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Vitinha gerir fimm ára samning við PSG - Fer í læknisskoðun á næstu dögum
Vitinha gengur í raðir PSG á næstu dögum
Vitinha gengur í raðir PSG á næstu dögum
Mynd: EPA
Paris Saint-Germain er búið að ganga frá samkomulagi við Porto um kaup á portúgalska miðjumanninum Vitinha.

Vitinha er 22 ára gamall, en hann var á láni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves tímabilið 2020-2021 þar sem hann lék 22 leiki og gerði 1 mark.

Hann var fastamaður í liði Porto sem vann portúgölsku deildina á síðustu leiktíð en nú er hann klár í að taka næst skref.

Franska stórveldið Paris Saint-Germain er búið að ná samkomulagi við Porto um kaup á Vitinha. Kaupverðið er 40 milljónir evra og er búið að skrifa undir það samkomulag.

Hann mun skrifa undir samning til næstu fimm ára og fer í læknisskoðun hjá félaginu á næstu dögum. Þetta segir Fabrizio Romano á Twitter og notaði þá klassíska frasann „Here We Go" sem svo gott sem staðfestir kaupin.

PSG mun næst ganga frá kaupum á Renato Sanches frá Lille og Milan Skriniar frá Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner