Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   þri 30. ágúst 2022 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Dagný datt inn og út á fundi í gær: Þetta er ekkert eðlilega grillað dæmi
Icelandair
Dagný á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun. <br>,,Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang.''
Dagný á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
,,Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill meðbyr í kringum EM.
Mikill meðbyr í kringum EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, kannski á pappírunum erum við sterkari en pappírarnir ráða ekki hvernig fótboltaleikir fara," sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

Framundan eru tveir leikir í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag. Ísland vann fyrri leik liðanna 0-5 í apríl.

„Við þurfum að vera hreyfanlegar, láta boltann ganga hratt á milli og því fyrr sem við skorum í leiknum því betra verður það. Við skoruðum snemma á þær úti sem gerir það kannski að verkum að við náum að opna þær og leikurinn endar 5-0."

„Við þurfum að spila vel. Þær (unnu) Tékkana þannig að þær eru líka með hörkulið."


Dagný var spurð út í vonbrigðin á EM þar sem íslenska liðið gerði þrjú jafntefli. Markmiðið var að vinna leik í riðlinum.

„Auðvitað tók það aðeins tíma eftir á. Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang. Eftir EM fengum við allar smá frí, svo er maður bara mættur aftur með félagsliði sínu og þá þarf maður að vera komin með hausinn rétt stilltan á."

„Við tókum góðan fund í gærkvöldi um EM, nú er það komið til hliðar og 100% einbeiting á Hvít-Rússa leikinn,"
sagði Dagný.

Talandi um fundinn, var eitthvað rætt um umspilið sem Ísland gæti farið í. Umspilið er ekki það einfaldasta og var Dagný spurð hvort hún skildi hvernig það virkaði.

„Steini sýndi okkur aðeins mynd af þessu umspili. Þetta er ekkert eðlilega grillað dæmi hvernig þetta er. Ég viðurkenni að maður datt alveg inn og út og mörg spurningamerki í andlitunum á okkur. En ég hugsaði á meðan hann var að tala að vonandi þyrfti maður ekki að hugsa mikið meira út í það, vonandi klárum við leikinn á móti Hvítrússum og svo Holland úti. Þá þurfum við ekkert að pæla í þessu."

„Ég sá að ef við förum beint inn í umspilið og þurfum ekki að fara í umspil um að komast í umspilið þá er ekki spilað fyrr en í febrúar. Manni finnst einhvern veginn alltof langt að bíða eftir því. Auðvitað væri bara sætt að klára þetta núna í september."


Ertu með einhverjar væntingar um stuðning og mætingu áhorfenda á föstudag?

„Auðvitað vonumst við eftir því að fá góðan stuðning, sérstaklega þar sem við fundum fyrir miklum meðbyr á EM, fólk sem kom út og stuðningur að heiman líka. Ég held að það eigi að vera fínt veður, vonandi sjáum við sem flesta og við erum þakklátar alla þá sem koma," sagði Dagný.

Viðtalið er talsvert lengra og er hún einnig spurð út í West Ham.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner