Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 30. ágúst 2022 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Dagný datt inn og út á fundi í gær: Þetta er ekkert eðlilega grillað dæmi
Icelandair
Dagný á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun. <br>,,Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang.''
Dagný á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
,,Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill meðbyr í kringum EM.
Mikill meðbyr í kringum EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, kannski á pappírunum erum við sterkari en pappírarnir ráða ekki hvernig fótboltaleikir fara," sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

Framundan eru tveir leikir í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag. Ísland vann fyrri leik liðanna 0-5 í apríl.

„Við þurfum að vera hreyfanlegar, láta boltann ganga hratt á milli og því fyrr sem við skorum í leiknum því betra verður það. Við skoruðum snemma á þær úti sem gerir það kannski að verkum að við náum að opna þær og leikurinn endar 5-0."

„Við þurfum að spila vel. Þær (unnu) Tékkana þannig að þær eru líka með hörkulið."


Dagný var spurð út í vonbrigðin á EM þar sem íslenska liðið gerði þrjú jafntefli. Markmiðið var að vinna leik í riðlinum.

„Auðvitað tók það aðeins tíma eftir á. Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang. Eftir EM fengum við allar smá frí, svo er maður bara mættur aftur með félagsliði sínu og þá þarf maður að vera komin með hausinn rétt stilltan á."

„Við tókum góðan fund í gærkvöldi um EM, nú er það komið til hliðar og 100% einbeiting á Hvít-Rússa leikinn,"
sagði Dagný.

Talandi um fundinn, var eitthvað rætt um umspilið sem Ísland gæti farið í. Umspilið er ekki það einfaldasta og var Dagný spurð hvort hún skildi hvernig það virkaði.

„Steini sýndi okkur aðeins mynd af þessu umspili. Þetta er ekkert eðlilega grillað dæmi hvernig þetta er. Ég viðurkenni að maður datt alveg inn og út og mörg spurningamerki í andlitunum á okkur. En ég hugsaði á meðan hann var að tala að vonandi þyrfti maður ekki að hugsa mikið meira út í það, vonandi klárum við leikinn á móti Hvítrússum og svo Holland úti. Þá þurfum við ekkert að pæla í þessu."

„Ég sá að ef við förum beint inn í umspilið og þurfum ekki að fara í umspil um að komast í umspilið þá er ekki spilað fyrr en í febrúar. Manni finnst einhvern veginn alltof langt að bíða eftir því. Auðvitað væri bara sætt að klára þetta núna í september."


Ertu með einhverjar væntingar um stuðning og mætingu áhorfenda á föstudag?

„Auðvitað vonumst við eftir því að fá góðan stuðning, sérstaklega þar sem við fundum fyrir miklum meðbyr á EM, fólk sem kom út og stuðningur að heiman líka. Ég held að það eigi að vera fínt veður, vonandi sjáum við sem flesta og við erum þakklátar alla þá sem koma," sagði Dagný.

Viðtalið er talsvert lengra og er hún einnig spurð út í West Ham.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner