Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 30. ágúst 2022 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Dagný datt inn og út á fundi í gær: Þetta er ekkert eðlilega grillað dæmi
Icelandair
Dagný á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun. <br>,,Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang.''
Dagný á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
,,Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikill meðbyr í kringum EM.
Mikill meðbyr í kringum EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það megi bara búast við hörkuleik, kannski á pappírunum erum við sterkari en pappírarnir ráða ekki hvernig fótboltaleikir fara," sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

Framundan eru tveir leikir í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag. Ísland vann fyrri leik liðanna 0-5 í apríl.

„Við þurfum að vera hreyfanlegar, láta boltann ganga hratt á milli og því fyrr sem við skorum í leiknum því betra verður það. Við skoruðum snemma á þær úti sem gerir það kannski að verkum að við náum að opna þær og leikurinn endar 5-0."

„Við þurfum að spila vel. Þær (unnu) Tékkana þannig að þær eru líka með hörkulið."


Dagný var spurð út í vonbrigðin á EM þar sem íslenska liðið gerði þrjú jafntefli. Markmiðið var að vinna leik í riðlinum.

„Auðvitað tók það aðeins tíma eftir á. Fótbolti er bara þannig að maður leyfir sér að vera aðeins niðri í smá tíma en svo þarf maður að rífa sig aftur í gang. Eftir EM fengum við allar smá frí, svo er maður bara mættur aftur með félagsliði sínu og þá þarf maður að vera komin með hausinn rétt stilltan á."

„Við tókum góðan fund í gærkvöldi um EM, nú er það komið til hliðar og 100% einbeiting á Hvít-Rússa leikinn,"
sagði Dagný.

Talandi um fundinn, var eitthvað rætt um umspilið sem Ísland gæti farið í. Umspilið er ekki það einfaldasta og var Dagný spurð hvort hún skildi hvernig það virkaði.

„Steini sýndi okkur aðeins mynd af þessu umspili. Þetta er ekkert eðlilega grillað dæmi hvernig þetta er. Ég viðurkenni að maður datt alveg inn og út og mörg spurningamerki í andlitunum á okkur. En ég hugsaði á meðan hann var að tala að vonandi þyrfti maður ekki að hugsa mikið meira út í það, vonandi klárum við leikinn á móti Hvítrússum og svo Holland úti. Þá þurfum við ekkert að pæla í þessu."

„Ég sá að ef við förum beint inn í umspilið og þurfum ekki að fara í umspil um að komast í umspilið þá er ekki spilað fyrr en í febrúar. Manni finnst einhvern veginn alltof langt að bíða eftir því. Auðvitað væri bara sætt að klára þetta núna í september."


Ertu með einhverjar væntingar um stuðning og mætingu áhorfenda á föstudag?

„Auðvitað vonumst við eftir því að fá góðan stuðning, sérstaklega þar sem við fundum fyrir miklum meðbyr á EM, fólk sem kom út og stuðningur að heiman líka. Ég held að það eigi að vera fínt veður, vonandi sjáum við sem flesta og við erum þakklátar alla þá sem koma," sagði Dagný.

Viðtalið er talsvert lengra og er hún einnig spurð út í West Ham.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir