Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 30. ágúst 2022 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Óvissa hjá Alexöndru eftir EM - „Seinustu tvær vikur hafa verið flottar"
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir hres s á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
Alexandra Jóhannsdóttir hres s á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og hitta stelpurnar," segir Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

Það hefur verið nóg um að vera hjá Alexöndru eftir EM en hún skipti um félag er hún frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi til Fiorentina á Ítalíu.

„Þetta var smá stressandi fyrst, smá óvissa eftir EM. Það var smá vesen með skiptin yfir en seinustu tvær vikur hafa verið flottar. Ég er búin að vera að koma mér fyrir og skoða Flórens."

„Hugsunin var að fara í Frankfurt eftir EM. Ég átti eitt ár eftir af samningi, en svo kom þetta upp og mér leist vel á það. Ég ákvað að kýla á það," segir Alexandra

Voru margir aðrir möguleikar inn í myndinni?

„Ekkert sem mér leist á þannig. Þetta var allavega það sem mér leist best á," segir Alexandra. Það tók tíma fyrir skiptin að ganga í gegn en það gekk að lokum.

Það eru nokkrir Íslendingar að spila á Ítalíu og er Alexandra spennt að spila í þessari deild.

„Ég var eitthvað smá búin að ræða við Söru (Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða). Hún var eitthvað að skjóta á mig af hverju ég kæmi ekki til Ítalíu, en það var áður en þetta kom upp. Ég ræddi aðeins við hana."

„Ég missti eiginlega af öllu undirbúningstímabilinu. Ég er búin að æfa með liðinu í eina viku, en mér líst vel á þetta. Það eru flottir leikir framundan og ég er spennt."

Tveir mikilvægir leikir framundan
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

„Við erum í flottri stöðu, en við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna leikinn á föstudaginn. Ég hvet alla til að mæta leikinn. Fyrst og fremst er hausinn okkar þar núna, að vinna leikinn á föstudaginn. Svo förum við í framhaldið," segir Alexandra.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Við erum komnar í umspilið sama hvernig fer. Við erum í svakalegum möguleika. Við erum í bílstjórasætinu að komast beint á HM. Það er staðan sem við viljum vera í," segir Alexandra í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner