Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 30. ágúst 2022 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Óvissa hjá Alexöndru eftir EM - „Seinustu tvær vikur hafa verið flottar"
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir hres s á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
Alexandra Jóhannsdóttir hres s á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og hitta stelpurnar," segir Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

Það hefur verið nóg um að vera hjá Alexöndru eftir EM en hún skipti um félag er hún frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi til Fiorentina á Ítalíu.

„Þetta var smá stressandi fyrst, smá óvissa eftir EM. Það var smá vesen með skiptin yfir en seinustu tvær vikur hafa verið flottar. Ég er búin að vera að koma mér fyrir og skoða Flórens."

„Hugsunin var að fara í Frankfurt eftir EM. Ég átti eitt ár eftir af samningi, en svo kom þetta upp og mér leist vel á það. Ég ákvað að kýla á það," segir Alexandra

Voru margir aðrir möguleikar inn í myndinni?

„Ekkert sem mér leist á þannig. Þetta var allavega það sem mér leist best á," segir Alexandra. Það tók tíma fyrir skiptin að ganga í gegn en það gekk að lokum.

Það eru nokkrir Íslendingar að spila á Ítalíu og er Alexandra spennt að spila í þessari deild.

„Ég var eitthvað smá búin að ræða við Söru (Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða). Hún var eitthvað að skjóta á mig af hverju ég kæmi ekki til Ítalíu, en það var áður en þetta kom upp. Ég ræddi aðeins við hana."

„Ég missti eiginlega af öllu undirbúningstímabilinu. Ég er búin að æfa með liðinu í eina viku, en mér líst vel á þetta. Það eru flottir leikir framundan og ég er spennt."

Tveir mikilvægir leikir framundan
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

„Við erum í flottri stöðu, en við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna leikinn á föstudaginn. Ég hvet alla til að mæta leikinn. Fyrst og fremst er hausinn okkar þar núna, að vinna leikinn á föstudaginn. Svo förum við í framhaldið," segir Alexandra.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Við erum komnar í umspilið sama hvernig fer. Við erum í svakalegum möguleika. Við erum í bílstjórasætinu að komast beint á HM. Það er staðan sem við viljum vera í," segir Alexandra í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir