Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 30. ágúst 2022 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Miðgarður
Óvissa hjá Alexöndru eftir EM - „Seinustu tvær vikur hafa verið flottar"
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir hres s á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
Alexandra Jóhannsdóttir hres s á æfingu Íslands í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu.
Á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og hitta stelpurnar," segir Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

Það hefur verið nóg um að vera hjá Alexöndru eftir EM en hún skipti um félag er hún frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi til Fiorentina á Ítalíu.

„Þetta var smá stressandi fyrst, smá óvissa eftir EM. Það var smá vesen með skiptin yfir en seinustu tvær vikur hafa verið flottar. Ég er búin að vera að koma mér fyrir og skoða Flórens."

„Hugsunin var að fara í Frankfurt eftir EM. Ég átti eitt ár eftir af samningi, en svo kom þetta upp og mér leist vel á það. Ég ákvað að kýla á það," segir Alexandra

Voru margir aðrir möguleikar inn í myndinni?

„Ekkert sem mér leist á þannig. Þetta var allavega það sem mér leist best á," segir Alexandra. Það tók tíma fyrir skiptin að ganga í gegn en það gekk að lokum.

Það eru nokkrir Íslendingar að spila á Ítalíu og er Alexandra spennt að spila í þessari deild.

„Ég var eitthvað smá búin að ræða við Söru (Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða). Hún var eitthvað að skjóta á mig af hverju ég kæmi ekki til Ítalíu, en það var áður en þetta kom upp. Ég ræddi aðeins við hana."

„Ég missti eiginlega af öllu undirbúningstímabilinu. Ég er búin að æfa með liðinu í eina viku, en mér líst vel á þetta. Það eru flottir leikir framundan og ég er spennt."

Tveir mikilvægir leikir framundan
Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá landsliðinu þar sem liðið er með örlögin í sínum höndum varðandi það að komast á HM í fyrsta sinn.

„Við erum í flottri stöðu, en við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna leikinn á föstudaginn. Ég hvet alla til að mæta leikinn. Fyrst og fremst er hausinn okkar þar núna, að vinna leikinn á föstudaginn. Svo förum við í framhaldið," segir Alexandra.

Liðið spilar við Hvíta-Rússland á föstudaginn og mætir svo Hollandi í næstu viku í það sem verður væntanlega hreinn úrslitaleikur um sæti á HM. Þar kemur jafntefli til með að duga Íslandi á HM í fyrsta sinn - ef við vinnum Hvíta-Rússland fyrst.

„Við erum komnar í umspilið sama hvernig fer. Við erum í svakalegum möguleika. Við erum í bílstjórasætinu að komast beint á HM. Það er staðan sem við viljum vera í," segir Alexandra í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner