Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   þri 30. ágúst 2022 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Icelandair
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli á föstudag og eftir helgi tekur svo við leikur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttir fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

„Mér líst vel á leikinn, við erum vel stemmdar og vitum að þessi leikur skiptir miklu máli og við þurfum að ná góðum úrslitum."

Það skiptir miklu máli að vinna leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í baráttunni við Holland um toppsæti riðilsins og ef Ísland þarf að fara í umspil þá telur hvert einasta stig.

„Við þurfum að vinna þann leik til að setja okkur í góða stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta er rosalega flókið, þeir (þjálfararnir) voru að reyna útskýra þetta fyrir okkur og ég held að ég hafi ágætlega náð þessu."

„Ef það verður þannig að við förum í umspil þá er mikilvægt að við fáum sem flest stig úr riðlinum."


Leikurinn á föstudag er eini heimaleikur Íslands á árinu.

„Ég myndi halda það, við fengum mikinn stuðning í kringum EM og ég held það sé búið að vera mikið 'hype' í kringum landsliðið. Ég vona að fólk komi á völlinn og styðji okkur."

„Fer það ekki bara eftir veðri bara? Nei, ég vona að við sjáum allavega eina stúku fulla - það væri alveg geggjað,"
sagði Sara.

Viðtalið er talsvert lengra og er fyrirliðinn einnig spurð út í Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Juventus og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner