Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
banner
   þri 30. ágúst 2022 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Icelandair
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli á föstudag og eftir helgi tekur svo við leikur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttir fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

„Mér líst vel á leikinn, við erum vel stemmdar og vitum að þessi leikur skiptir miklu máli og við þurfum að ná góðum úrslitum."

Það skiptir miklu máli að vinna leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í baráttunni við Holland um toppsæti riðilsins og ef Ísland þarf að fara í umspil þá telur hvert einasta stig.

„Við þurfum að vinna þann leik til að setja okkur í góða stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta er rosalega flókið, þeir (þjálfararnir) voru að reyna útskýra þetta fyrir okkur og ég held að ég hafi ágætlega náð þessu."

„Ef það verður þannig að við förum í umspil þá er mikilvægt að við fáum sem flest stig úr riðlinum."


Leikurinn á föstudag er eini heimaleikur Íslands á árinu.

„Ég myndi halda það, við fengum mikinn stuðning í kringum EM og ég held það sé búið að vera mikið 'hype' í kringum landsliðið. Ég vona að fólk komi á völlinn og styðji okkur."

„Fer það ekki bara eftir veðri bara? Nei, ég vona að við sjáum allavega eina stúku fulla - það væri alveg geggjað,"
sagði Sara.

Viðtalið er talsvert lengra og er fyrirliðinn einnig spurð út í Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Juventus og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner