Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   þri 30. ágúst 2022 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Icelandair
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli á föstudag og eftir helgi tekur svo við leikur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttir fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

„Mér líst vel á leikinn, við erum vel stemmdar og vitum að þessi leikur skiptir miklu máli og við þurfum að ná góðum úrslitum."

Það skiptir miklu máli að vinna leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í baráttunni við Holland um toppsæti riðilsins og ef Ísland þarf að fara í umspil þá telur hvert einasta stig.

„Við þurfum að vinna þann leik til að setja okkur í góða stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta er rosalega flókið, þeir (þjálfararnir) voru að reyna útskýra þetta fyrir okkur og ég held að ég hafi ágætlega náð þessu."

„Ef það verður þannig að við förum í umspil þá er mikilvægt að við fáum sem flest stig úr riðlinum."


Leikurinn á föstudag er eini heimaleikur Íslands á árinu.

„Ég myndi halda það, við fengum mikinn stuðning í kringum EM og ég held það sé búið að vera mikið 'hype' í kringum landsliðið. Ég vona að fólk komi á völlinn og styðji okkur."

„Fer það ekki bara eftir veðri bara? Nei, ég vona að við sjáum allavega eina stúku fulla - það væri alveg geggjað,"
sagði Sara.

Viðtalið er talsvert lengra og er fyrirliðinn einnig spurð út í Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Juventus og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir