Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   þri 30. ágúst 2022 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Icelandair
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli á föstudag og eftir helgi tekur svo við leikur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttir fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

„Mér líst vel á leikinn, við erum vel stemmdar og vitum að þessi leikur skiptir miklu máli og við þurfum að ná góðum úrslitum."

Það skiptir miklu máli að vinna leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í baráttunni við Holland um toppsæti riðilsins og ef Ísland þarf að fara í umspil þá telur hvert einasta stig.

„Við þurfum að vinna þann leik til að setja okkur í góða stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta er rosalega flókið, þeir (þjálfararnir) voru að reyna útskýra þetta fyrir okkur og ég held að ég hafi ágætlega náð þessu."

„Ef það verður þannig að við förum í umspil þá er mikilvægt að við fáum sem flest stig úr riðlinum."


Leikurinn á föstudag er eini heimaleikur Íslands á árinu.

„Ég myndi halda það, við fengum mikinn stuðning í kringum EM og ég held það sé búið að vera mikið 'hype' í kringum landsliðið. Ég vona að fólk komi á völlinn og styðji okkur."

„Fer það ekki bara eftir veðri bara? Nei, ég vona að við sjáum allavega eina stúku fulla - það væri alveg geggjað,"
sagði Sara.

Viðtalið er talsvert lengra og er fyrirliðinn einnig spurð út í Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Juventus og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner