Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 30. ágúst 2022 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðgarður
Sara Björk: Væri alveg geggjað að sjá allavega eina fulla stúku
Icelandair
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Sara Björk á æfingu í Miðgarði í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo leiki í undankeppni HM. Fyrri leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli á föstudag og eftir helgi tekur svo við leikur gegn Hollandi í Utrecht.

Fótbolti.net ræddi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttir fyrir æfingu liðsins í Miðgarði í dag.

„Mér líst vel á leikinn, við erum vel stemmdar og vitum að þessi leikur skiptir miklu máli og við þurfum að ná góðum úrslitum."

Það skiptir miklu máli að vinna leikinn gegn Hvíta-Rússlandi í baráttunni við Holland um toppsæti riðilsins og ef Ísland þarf að fara í umspil þá telur hvert einasta stig.

„Við þurfum að vinna þann leik til að setja okkur í góða stöðu fyrir síðasta leikinn. Þetta er rosalega flókið, þeir (þjálfararnir) voru að reyna útskýra þetta fyrir okkur og ég held að ég hafi ágætlega náð þessu."

„Ef það verður þannig að við förum í umspil þá er mikilvægt að við fáum sem flest stig úr riðlinum."


Leikurinn á föstudag er eini heimaleikur Íslands á árinu.

„Ég myndi halda það, við fengum mikinn stuðning í kringum EM og ég held það sé búið að vera mikið 'hype' í kringum landsliðið. Ég vona að fólk komi á völlinn og styðji okkur."

„Fer það ekki bara eftir veðri bara? Nei, ég vona að við sjáum allavega eina stúku fulla - það væri alveg geggjað,"
sagði Sara.

Viðtalið er talsvert lengra og er fyrirliðinn einnig spurð út í Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Juventus og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan




Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner