Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 18:35
Ívan Guðjón Baldursson
England: Markalaust í Leeds
Mynd: EPA
Leeds 0 - 0 Newcastle

Leeds United og Newcastle United skildu jöfn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Nýliðar Leeds sýndu flotta frammistöðu gegn Newcastle og úr varð hnífjafn leikur.

Þetta var afar tíðindalítill leikur þar sem bæði lið komust stundum í fínar sóknarstöður en klikkuðu á lokasendingunni eða skotinu.

Leeds er með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju úrvalsdeildartímabili á meðan Newcastle situr eftir með tvö stig.

   30.08.2025 16:05
England: Fernandes kom Man Utd til bjargar á ögurstundu - Grealish lagði upp tvö mörk

Athugasemdir
banner