Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 11:33
Elvar Geir Magnússon
Spánn á topp FIFA listans í fyrsta sinn í ellefu ár - Ísland stendur í stað
Mynd: EPA
Það urðu tíðindi á toppi FIFA styrkleikalistans en nýr listi var kynntur í dag. Spánverjar eru komnir á topp listans í fyrsta sinn í ellefu ár en Argentína hefur trónað á toppnum síðustu tvö ár.

Heimsmeistararnir eru hinsvegar fallnir niður í þriðja sætið og Frakkar, sem unnu okkur Íslendinga í síðasta glugga, fara upp í annað sætið.

Ísland, sem vann Aserbaídsjan 5-0 á heimavelli áður en það tapaði 2-1 úti gegn Frakklandi í síðasta glugga, stendur í stað á listanum og er enn í 74. sæti.

Ísland á heimaleiki gegn Úkraínu og Frakklandi í næsta mánuði þegar undankeppni HM heldur áfram.

Hér má sjá FIFA listann í heild sinni


Athugasemdir
banner