Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 18. september 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Velkominn aftur eftir verkfall
Mynd: EPA
Ademola Lookman er ekki farinn af stað á þessu tímabili með Atalanta. Hann fór í tveggja vikna verkfall eftir að hafa ekki fengið að fara frá félaginu í sumarglugganum.

Lookman hefur ekkert spilað með Atalanta á tímabilinu en byrjaði báða leiki Nígeríu í undankeppni HM í landsleikjahléinu. Atalanta tapaði gegn PSG í Meistaradeildinni í gær.

Forseti Atalanta tjáði sig um Lookman í gær, sagði að sóknarmaðurinn myndi spila aftur fyrir Atalanta þegar hann væri tilbúinn.

„Við förum ekki til baka, við hugsum um framtíðina og nútíðina. Við vitum hversu verðmætur hann er, en til þess að spila þá þarftur að vera með 100% einbeitingu."

„Við tökum á móti honum með opnum örmum þegar hann er tilbúinn,"
segir Antonio Percassi.

Lookman verður 28 ára í næsta mánuði. Hann skoraði 20 mörk í 40 leikjum á síðasta tímabili. Inter reyndi að fá hann í sumar en tilboðinu var hafnað.
Athugasemdir
banner