Kantmaðurinn Callum Hudson-Odoi er búinn að skrifa undir nýjan samning við Nottingham Forest.
Hudson-Odoi átti ekki nema eitt ár eftir af samningi sínum við félagið áður en hann skrifaði undir.
Hann er mikilvægur leikmaður undir stjórn Nuno Espírito Santo. Hann kom að 8 mörkum í 31 úrvalsdeildarleik á síðustu leiktíð og er búinn að skora eitt mark í tveimur leikjum á nýju tímabili.
Hudson-Odoi hefur verið í byrjunarliði Forest í fyrstu tveimur leikjum deildartímabilsins og var meðal bestu leikmanna vallarins í jafnteflisleik gegn Crystal Palace um síðustu helgi.
Kantmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis önnur félög en verður áfram í Nottingham. Hann er spenntur fyrir að spila með liðinu í Evrópudeildinni.
I really want to, spend Thursdays with you. ? pic.twitter.com/b3P4c3mFAM
— Nottingham Forest (@NFFC) August 30, 2025
Athugasemdir