Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 17:29
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Guðrún réði úrslitum með sjálfsmarki
Kvenaboltinn
Mynd: Braga
Það er mikið af leikjum á dagskrá í Meistaradeild kvenna í dag og í kvöld og komu nokkrir Íslendingar við sögu.

Brann tók á móti Braga í spennandi úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem sjálfsmark frá Guðrúnu Arnardóttur réði úrslitum.

Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir léku allan leikinn í tapliði Braga, á meðan Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Brann. Brenna Lovera, fyrrum leikmaður Selfoss og ÍBV, kom inn af bekknum í liði Brann.

Brann var sterkara liðið og verðskuldaði sigurinn. Brann fer því í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið mjög sterka fjögurra liða undankeppni sem innihélt einnig Inter og Val.

Í öðrum leikjum dagsins er vert að taka fram að Nordsjælland hafði betur gegn Aktobe, en 16 ára gömul Rebekka Sif Brynjarsdóttir er á mála hjá unglingaliði danska félagsins. Nordsjælland mun þó ekki taka þátt í Meistaradeildinni vegna þess að liðið tapaði í fyrstu umferð undankeppninnar.

AS Roma, Austria Vín og Vorskla Poltava munu hins vegar taka þátt í Meistaradeildinni eftir sigra í dag.

Fyrirliðinn Manuela Giugliano skoraði tvennu í 5-1 sigri Rómverja gegn Sparta Prag.

Brann 1 - 0 Braga
1-0 Guðrún Arnardóttir ('68, sjálfsmark)

Roma 5 - 1 Sparta Prag

Minsk 0 - 3 Austria Vín

Vorskla Poltava 2 - 0 Gintra

Athugasemdir