Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sagði frá því að Liam Delap verður líklega frá næstu vikurnar vegna meiðsla.
Delap meiddist snemma aftan í læri í 2-0 sigri gegn Fulham í dag. Maresca sagðist vera hræddur um að hann verði frá næstu sex til átta vikurnar.
Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea en Joao Pedro er eini heili framherji liðsins eins og er.
Nicolas Jackson er á leið til Bayern, Christopher Nkunku er farinn til AC Milan og Tyrique George mun líklega yfirgefa liðið áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Athugasemdir