Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
   lau 30. ágúst 2025 18:46
Ívan Guðjón Baldursson
Nálægt samkomulagi um kaupverð fyrir Guéhi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sky Sports greinir frá því að það sé ekki langt á milli Liverpool og Crystal Palace í viðræðum um félagaskipti Marc Guéhi.

Liverpool bauð 35 milljónir punda fyrir miðvörðinn og 10% af hagnaði á endursölu leikmannsins en Palace vill fá aðeins meiri pening til að selja fyrirliðann sinn.

Palace vill fá 40 milljónir punda fyrir Guéhi. Stjórnendur myndu sætta sig við 35 milljónir sem verða greiddar strax og 5 milljónir til viðbótar í aukagreiðslum.

Guéhi, sem er aðeins með eitt ár eftir af samningi, er spenntur fyrir félagaskiptunum en hefur heldur ekkert á móti því að vera hjá Palace í eitt ár til viðbótar.

Það eru innan við 48 klukkustundir eftir af sumarglugganum.

   30.08.2025 16:38
Liverpool leggur fram tilboð í Guehi

Athugasemdir
banner