Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mið 30. september 2020 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter skoraði fimm - Udinese tapaði gegn nýliðum
Tveimur leikjum var að ljúka í efstu deild ítalska boltans þar sem stórlið Inter skoraði fimm á útivelli gegn nýliðum Benevento.

Romelu Lukaku skoraði tvennu, Alexis Sanchez og Ashley Young lögðu upp sitthvort markið og þá skoraði Achraf Hakimi einnig og gaf stoðsendingu.

Gianluca Caprari, sem var eitt sinn leikmaður Inter, gerði bæði mörk Benevento í leiknum.

Á sama tíma tapaði Udinese á heimavelli gegn nýliðum Spezia, sem Sveinn Aron Guðjohnsen lék með í fyrra. Sveinn Aron var þó lánaður til OB í Danmörku fyrir upphaf Serie A tímabilsins.

Spezia kom á óvart og vann leikinn þökk sé tvennu frá Andrey Galabinov. Gestirnir voru betri í fyrri hálfleik og verðskulduðu forystuna en heimamenn í Udine tóku algjöra stjórn eftir leikhlé.

Þrátt fyrir mikið af marktækifærum og rauðu spjaldi í liði gestanna tókst heimamönnum ekki að minnka muninn og innsiglaði Galabinov sigur Spezia á 90. mínútu.

Benevento 2 - 5 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('1)
0-2 Roberto Gagliardini ('25)
0-3 Romelu Lukaku ('28)
1-3 Gianluca Caprari ('34)
1-4 Achraf Hakimi ('42)
1-5 Lautaro Martinez ('71)
2-5 Gianluca Caprari ('76)

Udinese 0 - 2 Spezia
0-1 Andrey Galabinov (29)
0-2 Andrey Galabinov ('94)
Rautt spjald: Claudio Terzi, Spezia ('66)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner