Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   mið 30. október 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn ungi Benoný Breki Andrésson sló markametið fræga í efstu deild karla. Hann skoraði 21 mark, fleiri mörk á einu tímabili en nokkur annar hefur skorað.

Benoný mætti í H verslun í dag og tók á móti gullskónum og ræddi við Fótbolta.net í kjölfarið. Hann var spurður að því hvaða mark hefði verið hans uppáhalds í sumar?

„Ætli það hafi ekki verið fjórða markið á móti HK, markið sem bjó til markametið. Ég held að sú tilfinning hafi verið best," segir Benoný. Hvenær vissi hann að það væri alvöru möguleiki á metinu?

„Þegar voru þrír eða fjórir leikir eftir þá var það alltaf í huganum að ég ætlaði að ná þessu. Sérstaklega fyrir síðasta leikinn, þá var þetta alltaf í hausnum. Ég ætlaði að ná þessu markameti og er ánægður með að hafa gert það."

Allt stefnir í að Benoný fari út í atvinnumennskuna núna.

„Ætli ég fari ekki út. Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er ekkert 100% í þessu. Að öllum líkindum er ég á leið út. Það eru nokkrir kostir og ég verð bara að velja rétt. Þetta gæti skýrst hvenær sem er."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um tímabilið hjá KR, þegar hann spilaði með Orra Steini hjá Gróttu og hvaða leikmenn lögðu upp flest mörk fyrir sig í sumar.
Athugasemdir
banner