Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 30. október 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn ungi Benoný Breki Andrésson sló markametið fræga í efstu deild karla. Hann skoraði 21 mark, fleiri mörk á einu tímabili en nokkur annar hefur skorað.

Benoný mætti í H verslun í dag og tók á móti gullskónum og ræddi við Fótbolta.net í kjölfarið. Hann var spurður að því hvaða mark hefði verið hans uppáhalds í sumar?

„Ætli það hafi ekki verið fjórða markið á móti HK, markið sem bjó til markametið. Ég held að sú tilfinning hafi verið best," segir Benoný. Hvenær vissi hann að það væri alvöru möguleiki á metinu?

„Þegar voru þrír eða fjórir leikir eftir þá var það alltaf í huganum að ég ætlaði að ná þessu. Sérstaklega fyrir síðasta leikinn, þá var þetta alltaf í hausnum. Ég ætlaði að ná þessu markameti og er ánægður með að hafa gert það."

Allt stefnir í að Benoný fari út í atvinnumennskuna núna.

„Ætli ég fari ekki út. Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er ekkert 100% í þessu. Að öllum líkindum er ég á leið út. Það eru nokkrir kostir og ég verð bara að velja rétt. Þetta gæti skýrst hvenær sem er."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um tímabilið hjá KR, þegar hann spilaði með Orra Steini hjá Gróttu og hvaða leikmenn lögðu upp flest mörk fyrir sig í sumar.
Athugasemdir