Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
   mið 30. október 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn ungi Benoný Breki Andrésson sló markametið fræga í efstu deild karla. Hann skoraði 21 mark, fleiri mörk á einu tímabili en nokkur annar hefur skorað.

Benoný mætti í H verslun í dag og tók á móti gullskónum og ræddi við Fótbolta.net í kjölfarið. Hann var spurður að því hvaða mark hefði verið hans uppáhalds í sumar?

„Ætli það hafi ekki verið fjórða markið á móti HK, markið sem bjó til markametið. Ég held að sú tilfinning hafi verið best," segir Benoný. Hvenær vissi hann að það væri alvöru möguleiki á metinu?

„Þegar voru þrír eða fjórir leikir eftir þá var það alltaf í huganum að ég ætlaði að ná þessu. Sérstaklega fyrir síðasta leikinn, þá var þetta alltaf í hausnum. Ég ætlaði að ná þessu markameti og er ánægður með að hafa gert það."

Allt stefnir í að Benoný fari út í atvinnumennskuna núna.

„Ætli ég fari ekki út. Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er ekkert 100% í þessu. Að öllum líkindum er ég á leið út. Það eru nokkrir kostir og ég verð bara að velja rétt. Þetta gæti skýrst hvenær sem er."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um tímabilið hjá KR, þegar hann spilaði með Orra Steini hjá Gróttu og hvaða leikmenn lögðu upp flest mörk fyrir sig í sumar.
Athugasemdir
banner