banner
   fim 30. október 2025 16:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matthias Præst yfirgefur KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Matthias Præst hefur yfirgefið KR eftir eitt ár hjá félaginu. Hann var samningsbundinn félaginu til 2027.

Hann og KR hafa gert á mili sín starfslokasamning en Matthias er að flytja aftur heim til Danmerku.

Hann kom frá Fylki efir tímabilið 2024, en það var hans fyrsta tímabil á Íslandi.

Hann lék 31 leik fyrir KR, skoraði í þeim þrjú og lagði samkvæmt FotMob upp fimm mörk.

Hann lagði upp fyrsta mark KR gegn Vestra á laugardag í úrslitaleik um hvort KR myndi halda sæti sínu í Bestu deildinni.

Athugasemdir
banner