lau 30. nóvember 2019 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lecce lagði Fiorentina - Balotelli og félagar í veseni
Úr leik Fiorentina og Lecce.
Úr leik Fiorentina og Lecce.
Mynd: Getty Images
Balotelli og félagar eru á botninum.
Balotelli og félagar eru á botninum.
Mynd: Getty Images
Lecce gerði sér lítið fyrir og vann Fiorentina þegar liðin mættust á Stadio Artemio Franchi í Flórens í kvöld.

Andra La Mantia, sóknarmaður Lecce, skoraði fyrsta mark leiksins á 49. mínútu. Þegar flautað var til leiksloka var það markið sem skildi liðin að. Lokatölur 1-0, óvæntur sigur nýliða Lecce.

Franck Ribery, leikmaður Fiorentina, fór meiddur af velli í leiknum.

Lecce fer með sigrinum upp í 14. sæti, en Fiorentina er í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Mario Balotelli sneri aftur í lið Brescia í 3-0 tapi gegn Atalanta á heimavelli. Mario Pasalic skoraði tvisvar fyrir Atalanta og var Josip Ilicic einnig á skotskónum.

Atalanta er í sjötta sæti, en það gengur lítið sem ekkert hjá Brescia, sem er á botni deildarinnar með sjö stig eftir 13 leiki.

Torino vann þá 1-0 útisigur á Genoa. Bremer skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.

Genoa er í tíunda sæti með 17 stig og er Genoa í 18. sætinu með tíu stig.

Brescia 0 - 3 Atalanta
0-1 Mario Pasalic ('26 )
0-2 Mario Pasalic ('61 )
0-3 Josip Ilicic ('90 )

Fiorentina 0 - 1 Lecce
0-1 Andrea La Mantia ('49 )

Genoa 0 - 1 Torino
0-1 Kasper Bremer ('77 )
Rautt spjald:Simone Edera, Torino ('90)
Athugasemdir
banner
banner