Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   þri 30. nóvember 2021 15:32
Elvar Geir Magnússon
Benítez fyrir leikinn gegn Liverpool: Þurfum að leita í grunninn
Rafa Benítez.
Rafa Benítez.
Mynd: EPA
Annað kvöld mætast Everton og Liverpool í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni. Everton hefur verið í miklu basli á meðan Liverpool er með 39 mörk skoruð í aðeins 13 leikjum.

Rafa Benítez, stjóri Everton, segir að sitt lið verði að leita í grunngildin ef það ætlar að ná að stöðva leikmenn á borð við Mohamed Salah, Sadio Mane og Diogo Jota.

„Við þurfum að leita í grunngildin, við þurfum að verjast sem heild og gera þetta saman. Svo þurfum við að fylgja með því að gera eins vel með boltann og hægt er. Ef við þurfum að spila skyndisóknarbolta þá gerum við það," segir Benítez.

„Aðalatriðið er að spila sterkan varnarleik, líkamlega og andlega."

Meiðslalisti Everton hefur verið langur á tíambilinu og þeir Tom Davies, Yerry Mina og Dominic Calvert-Lewin verða enn fjarverandi á morgun. Andre Gomes er kominn aftur til æfinga en spilar ólíklega á morgun. Richarlison snýr aftur eftir leikbann en Mason Holgate afplánar síðasta leikinn í þriggja leikja banni.

Benítez segir að Everton sé að gera allt sem liðið getur til að bæta sig innan sem utan vallar.

„Þetta er grannaslagur, stórleikur. Þetta er tækifæri fyrir okkur til að snúa tímabilinu við. Stuðningsmenn vita hversu mikilvægir þeir eru og ef við náum að skapa gott andrúmsloft þá getur allt gerst í svona grannaslag," segir Benítez.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner