Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   þri 30. nóvember 2021 14:43
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne laus við veiruna en hefur ekki æft
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, hefur ekki spilað síðustu þrjá leiki eftir að hafa greinst með Covid-19. Pep Guardiola stjóri City sagði á fréttamannafundi í dag að belgíski sóknarmiðjumaðurinn væri laus við veiruna.

„Kevin hefur ekki æft enn. Hann fékk neikvætt úr síðustu Covid skimun en gat ekki æft," sagði Guardiola en City fer til Birmingham annað kvöld og leikur gegn Aston Villa.

Jack Grealish og Phil Foden hafa misst af síðustu leikjum vegna meiðsla.

„Þeir tóku sínar fyrstu mínútur á æfingu með liðinu í gær. Þeir verða báðir skoðaðir áður en ákveðið verður hvort þeir ferðast með til Birmingham," segir Guardiola.

„Kannski geta þeir spilað eitthvað á morgun en það verða ekki margar mínútur. Læknirinn skoðar þá á morgun."

Guardiola segir að John Stones sé góður en Aymeric Laporte verði hinsvegar ekki með.

„Ég treysti öllum í hópnum og þegar einhver getur ekki spilað þá kemur annar inn," segir Guardiola.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
5 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
6 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
7 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner