
Simon Kjær, fyrirliði Danmerkur, er ekki í byrjunarliðinu gegn Ástralíu í lokaleik riðilsins á HM í Katar.
Danmörk verður að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að fara áfram. Ef Danmörk vinnur og Túnis vinnur Frakkland á sama tíma mun markatala ráða úrslitum.
Kjær hefur verið algjör lykilmaður í danska liðinu undanfarin ár. Hann var ekki með gegn Frakklandi og er ekki heldur með í dag.
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, segir að Kjær sé að glíma við meiðsli sem hann varð fyrir í opnunarleik liðsins gegn Túnis.
„Við hefðum viljað hafa fyrirliðann inn á vellinum en því miður er það ekki hægt," sagði Hjulmand fyrir leik í dag.
Athugasemdir