Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Persie: United keypti stjörnur en Liverpool bjó til lið
Mynd: Getty Images
Bilið á milli Liverpool og Manchester United hefur breikkað undanfarin ár og hafa fleiri kaup heppnast hjá Liverpool en hjá United.

Robin van Persie bar saman kaupstefnur liðanna og sagði Liverpool kaupa leikmenn sem henta vel inn í leikstíl Jurgen Klopp. Van Persie, sem er fyrrum leikmaður United, er á því að Rauðu Djöflarnir geti ekki sagt það sama um þá leikmenn sem félagið hafi keypt undanfarin ár. Mörg stór nöfn sem hafa ekki náð að skila sínu.

Munurinn á United og Liverpool var 37 stig áður en þurfti að fresta deildinni vegna kórónaveirunnar.

„Ef þú berð United við Liverpool. Klopp hefur valið leikmenn sem passa inn í hans hugmyndafræði, hann hefur ekki látið markaðinn stjórna ferðinni," sagði Van Persie við So Foot.

„Hjá Liverpool er félagið byggt í kringum verkefni þjálfarans. Hjá United er veðjað á stjörnur eins og Paul Pogba og Alexis Sanchez. Það er ein leið og mikil áhætta fólgin í henni. Ef stórstjarna eins og þeir eru meiðis eða passar ekki í hópinn er allt liðið varnarlaust. Á móti með hugmyndafræði Liverpool verður til meiri máttur þegar heildarmyndin er skoðuð, gott lið."

„Áskorunin hjá United er að sjá hvort Ole Gunnar Solskjær getur búið til sína eigin hugmyndafræði."


Solskjær hefur síðan hann tók við félaginu keypt Aaron-Wan Bissaka, Daniel James og Harry Maguire. Breskur kjarni. Hann hefur einnig keypt Bruno Fernandes og fékk Odion Ighalo að láni. United er sagt hafa augastað á Jack Grealish, Jadon Sancho og James Maddison.
Athugasemdir
banner
banner
banner