Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fös 31. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina: Titilbardaginn fer fram í München
Mynd: EPA

Það er gríðarlega spennandi helgi framundan í þýska boltanum í fyrstu umferð eftir landsleikjahlé þar sem Thomas Tuchel mætir til leiks í fyrsta sinn sem þjálfari stærsta félags í fótboltasögu Þýskalands, FC Bayern.


Tuchel var ráðinn á dögunum í stað Julian Nagelsmann og er hans fyrsta verkefni við stjórnvölinn risaslagur sem gæti reynst gífurlega mikilvægur í titilbaráttunni.

Bayern er óvænt í öðru sæti þýsku deildarinnar, einu stigi eftir Dortmund, og þarf því sigur á laugardaginn til að endurheimta toppsætið. Leikurinn fer fram í Munchen, höfuðborg Bæjaralands.

Augu flestra verða á titilbardaganum en það eru aðrir spennandi slagir á dagskrá, þar sem RB Leipzig mætir Mainz á meðan Union Berlin tekur á móti Stuttgart.

Helgarveisla þýska boltans hefst í Frankfurt am Main í kvöld og lýkur í Bremen á sunnudag.

Föstudagur:
18:30 Eintracht Frankfurt - Bochum

Laugardagur:
13:30 RB Leipzig - Mainz
13:30 Freiburg - Hertha Berlin
13:30 Union Berlin - Stuttgart
13:30 Schalke 04 - Leverkusen
13:30 Wolfsburg - Augsburg
16:30 Bayern - Dortmund

Sunnudagur:
13:30 Köln - Gladbach
15:30 Werder Bremen - Hoffenheim


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
8 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
9 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
11 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
12 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
13 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir
banner
banner